Sala Mílu og þjóðaröryggi Oddný Harðardóttir skrifar 23. október 2021 18:01 Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun