Hvað segja einræðisherrarnir um Ísrael og Gyðinga? FInnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. október 2021 07:31 Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun