Fór upp að Pálma og spurði hvort hann ætlaði að skjóta í sama horn og alltaf fyrir vítið mikilvæga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2021 07:00 Ingvar virðist líða nokkuð vel á Meistaravöllum. Vísir/Hulda Margrét Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í 2-1 sigri Víkinga á KR í Frostaskjólinu í leik sem fór langleiðina með að tryggja Víking sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 30 ár. Ingvar mætti í hlaðvarpið Þungavigtin og ræddi þar við Kristján Óla Sigurðsson um magnað sumar Víkinga sem og ferilinn til þessa. Þar fór Ingvar yfir þennan örlagaríka dag þar sem pendúllinn sveiflaðist Víkingum í hag í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það vissu líklega allir sem fylgjast með fótbolta að hann er búinn að skjóta í þetta horn, búið að taka þetta fyrir í Pepsi Max Mörkunum og sýna þetta á korti þar. Svo var ég búinn að heyra í einhverju hlaðvarpi að Kjartan Henry (Finnbogason) væri orðin vítaskytta, hann sagði það allavega sjálfur. Ég var líka búinn að rýna í hann og skoða það því ég bjóst við að hann myndi taka vítið,“ sagði Ingvar í spjalli sínu við Kristján Óla. „Ég man að ég og Kári (Árnason) áttum þessa umræðu þar sem ég var að velta fyrir mér ef hann myndi taka aftur hvort hann myndi virkilega taka aftur í sama hornið. Ég hafði einhverja smá tilfinningu fyrir því að KR fengi víti í þessum leik. Svo í aðdragandanum, þetta var mikill hasar og það leið langur tími, þá labbaði ég upp að Pálma og tók svona utan um bringuna á honum og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið.“ „Hann svaraði eiginlega engu og var bara eitthvað að hugsa. Ég man að ég var eiginlega búinn að ákveða að fara í hitt hornið því ég trúði því ekki að hann myndi virkilega skjóta í sama hornið. Svo rétt áður þá hugsaði ég að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég fer til vinstri og hann skýtur til hægri og við töpum titlinum á þessu,“ sagði Ingvar að endingu. Bút úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Ingvar mætti í hlaðvarpið Þungavigtin og ræddi þar við Kristján Óla Sigurðsson um magnað sumar Víkinga sem og ferilinn til þessa. Þar fór Ingvar yfir þennan örlagaríka dag þar sem pendúllinn sveiflaðist Víkingum í hag í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það vissu líklega allir sem fylgjast með fótbolta að hann er búinn að skjóta í þetta horn, búið að taka þetta fyrir í Pepsi Max Mörkunum og sýna þetta á korti þar. Svo var ég búinn að heyra í einhverju hlaðvarpi að Kjartan Henry (Finnbogason) væri orðin vítaskytta, hann sagði það allavega sjálfur. Ég var líka búinn að rýna í hann og skoða það því ég bjóst við að hann myndi taka vítið,“ sagði Ingvar í spjalli sínu við Kristján Óla. „Ég man að ég og Kári (Árnason) áttum þessa umræðu þar sem ég var að velta fyrir mér ef hann myndi taka aftur hvort hann myndi virkilega taka aftur í sama hornið. Ég hafði einhverja smá tilfinningu fyrir því að KR fengi víti í þessum leik. Svo í aðdragandanum, þetta var mikill hasar og það leið langur tími, þá labbaði ég upp að Pálma og tók svona utan um bringuna á honum og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið.“ „Hann svaraði eiginlega engu og var bara eitthvað að hugsa. Ég man að ég var eiginlega búinn að ákveða að fara í hitt hornið því ég trúði því ekki að hann myndi virkilega skjóta í sama hornið. Svo rétt áður þá hugsaði ég að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég fer til vinstri og hann skýtur til hægri og við töpum titlinum á þessu,“ sagði Ingvar að endingu. Bút úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56
Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25