Birkir Blær kominn í tíu manna úrslit í sænska Idol Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. október 2021 15:00 Hinn 21 árs gamli Akureyringur Birkir Blær Óðinsson er kominn í 10 manna úrslit í sænska Idol. Idol Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig. „Hún er í námi í Gautaborg og ég svona pínu fylgdi með bara og ákvað að það væri alveg sniðugt fyrir mig að koma hingað. Þetta er góður staður fyrir tónlistarmenn að koma sér á framfæri,“ sagði Birkir í viðtali á Bylgjunni. „Síðan sagði stjúpsystir mín: „Ókei fyrst þú ert að koma hingað þá verðurðu að sækja um í Idol“ og ég gerði það og allt í einu kviss, bang, búmm og ég er mættur hingað.“ Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Hér má sjá fyrstu áheyrnarprufu Birkis í Idol. Segir gítarinn vera skjöldinn sinn Hann segir söngáhugann þó ekki alltaf hafa verið til staðar. „Ég neitaði alltaf að syngja þegar ég var í grunnskóla, þangað til ég var svona fimmtán eða sextán ára, þá opnaði ég munninn í fyrsta skiptið. Ég var aðalhlutverk í einhverju skólaleikriti og þá fattaði ég að mér finndist þetta gaman. Svo hef ég bara ekki getað stoppað í eina sekúndu síðan.“ Birkir hefur þó spilað á hljóðfæri síðan hann var barn. Hann lærði á píanó en færði sig svo yfir á gítar. „Ég hef verið að gigga svolítið á Íslandi og hef ég svolítið haft gítarinn á mér. Þannig það er eiginlega óþægilegra fyrir mig að hafa hann ekki, því ég veit ekkert hvað ég á að gera við hendurnar. Hann er svolítið skjöldurinn minn.“ Í hverjum þætti er ákveðið þema. Birkir heldur fast í uppruna sinn og hefur hann meðal annars flutt lögin No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo og lagið Húsavík úr Eurovision myndinni. Fengu sérstakt leyfi til þess að sýna þáttinn fyrir norðan Fyrirkomulagið er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. „Þetta er bara gert vegna þess að fólk horfir ekki beint á sjónvarp lengur. Það eru ekkert endilega allir að setjast fyrir framan sjónvarpið klukkan átta á föstudegi til þess að horfa á eitthvað sérstakt. Þannig þá geturðu horft á þetta hvenær sem þú vilt og kosið þinn uppáhalds.“ Þættirnir eru aðeins sýndir í Svíþjóð en Birkir Blær og stjúpfaðir hans sömdu við sjónvarpsstöðina TV4 og Idol um að gera Akureyringum kleift að fylgjast með sínum manni. Síðasta þætti var því varpað í beinni útsendingu á veitingastaðnum Vamos á Akureyri þar sem Akureyringar fylgdust stoltir með. View this post on Instagram A post shared by Akureyri.net (@akureyrinet) Í síðasta þætti var stórstjarnan Ed Sheeran sérstakur gestur og fengu keppendur að hitta söngvarann. Það augnablik var sérstaklega stórt fyrir Birki þar sem Sheeran er hans helsta átrúnaðargoð. „Hann er eiginlega meira en það. Sheeran er ástæðan fyrir því að ég byrjaði að syngja og semja lög,“ sagði Birkir í viðtali við vefinn Akureyri.net. Keppendur spjölluðu við Sheeran og fékk Birkir hann til þess að árita gítarinn sinn. Þrátt fyrir að þátturinn sé ekki sýndur á Íslandi geta áhugasamir fylgst með ævintýri Birkis á Instagram síðu hans þar sem hann er duglegur að sýna frá ferlinu. Þar má einnig finna flutninga hans úr þáttunum í fullri lengd. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer) Íslendingar erlendis Svíþjóð Tónlist Söngkeppni framhaldsskólanna Akureyri Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Hún er í námi í Gautaborg og ég svona pínu fylgdi með bara og ákvað að það væri alveg sniðugt fyrir mig að koma hingað. Þetta er góður staður fyrir tónlistarmenn að koma sér á framfæri,“ sagði Birkir í viðtali á Bylgjunni. „Síðan sagði stjúpsystir mín: „Ókei fyrst þú ert að koma hingað þá verðurðu að sækja um í Idol“ og ég gerði það og allt í einu kviss, bang, búmm og ég er mættur hingað.“ Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Hér má sjá fyrstu áheyrnarprufu Birkis í Idol. Segir gítarinn vera skjöldinn sinn Hann segir söngáhugann þó ekki alltaf hafa verið til staðar. „Ég neitaði alltaf að syngja þegar ég var í grunnskóla, þangað til ég var svona fimmtán eða sextán ára, þá opnaði ég munninn í fyrsta skiptið. Ég var aðalhlutverk í einhverju skólaleikriti og þá fattaði ég að mér finndist þetta gaman. Svo hef ég bara ekki getað stoppað í eina sekúndu síðan.“ Birkir hefur þó spilað á hljóðfæri síðan hann var barn. Hann lærði á píanó en færði sig svo yfir á gítar. „Ég hef verið að gigga svolítið á Íslandi og hef ég svolítið haft gítarinn á mér. Þannig það er eiginlega óþægilegra fyrir mig að hafa hann ekki, því ég veit ekkert hvað ég á að gera við hendurnar. Hann er svolítið skjöldurinn minn.“ Í hverjum þætti er ákveðið þema. Birkir heldur fast í uppruna sinn og hefur hann meðal annars flutt lögin No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo og lagið Húsavík úr Eurovision myndinni. Fengu sérstakt leyfi til þess að sýna þáttinn fyrir norðan Fyrirkomulagið er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. „Þetta er bara gert vegna þess að fólk horfir ekki beint á sjónvarp lengur. Það eru ekkert endilega allir að setjast fyrir framan sjónvarpið klukkan átta á föstudegi til þess að horfa á eitthvað sérstakt. Þannig þá geturðu horft á þetta hvenær sem þú vilt og kosið þinn uppáhalds.“ Þættirnir eru aðeins sýndir í Svíþjóð en Birkir Blær og stjúpfaðir hans sömdu við sjónvarpsstöðina TV4 og Idol um að gera Akureyringum kleift að fylgjast með sínum manni. Síðasta þætti var því varpað í beinni útsendingu á veitingastaðnum Vamos á Akureyri þar sem Akureyringar fylgdust stoltir með. View this post on Instagram A post shared by Akureyri.net (@akureyrinet) Í síðasta þætti var stórstjarnan Ed Sheeran sérstakur gestur og fengu keppendur að hitta söngvarann. Það augnablik var sérstaklega stórt fyrir Birki þar sem Sheeran er hans helsta átrúnaðargoð. „Hann er eiginlega meira en það. Sheeran er ástæðan fyrir því að ég byrjaði að syngja og semja lög,“ sagði Birkir í viðtali við vefinn Akureyri.net. Keppendur spjölluðu við Sheeran og fékk Birkir hann til þess að árita gítarinn sinn. Þrátt fyrir að þátturinn sé ekki sýndur á Íslandi geta áhugasamir fylgst með ævintýri Birkis á Instagram síðu hans þar sem hann er duglegur að sýna frá ferlinu. Þar má einnig finna flutninga hans úr þáttunum í fullri lengd. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer)
Íslendingar erlendis Svíþjóð Tónlist Söngkeppni framhaldsskólanna Akureyri Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira