Þolendur kynferðiofbeldis Sævar Þór Jónsson skrifar 18. október 2021 11:30 Skiptar skoðanir hafa verið uppi um málefni KSÍ og ekki auðvelt að greina rétt frá röngu. Margir kollegar mínir hafa séð sig knúna til að deila skoðunum sínum á málinu og hafa réttilega bent á margar grunnstoðir réttarríkisins. Sem lögmaður deili ég með þeim misjafnri reynslu af málum þar sem skjólstæðingar mínir hafa verið ásakaðir opinberlega um brot sem síðan reyndist ekki fótur fyrir. Ég skil því vel þeirra sjónarmið en þessi rök snerta ekki á rót vandans. Það sem gleymist í þessu er ástæða þess að þolendur kynferðisbrota opinbera ásakanir sínar. Staðreyndin er sú, þrátt fyrir alla vitundarvakninguna, að enn ríkir mikil þöggunarmenning innan samfélagsins um kynferðisbrot. Að stíga fram og skila skömminni, eins og sagt er, er ekki eins auðvelt og stundum er látið í veðri vaka. Það eitt að koma opinberlega fram og viðurkenna að hafa orðið fórnarlamb kynferðisofbeldis er mjög erfitt. Óttinn við útskúfun og ekki vera tekinn trúanlegur. Því miður heyrast enn þessar umkvartanir þolenda um réttarvörslukerfið. Það er ekki lengra síðan en 2018 að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að viðurkenna mistök við afgreiðslu kæru í kynferðisbroti ungs brotaþola en undirritaður var lögmaður hans. Þolandinn þurfti að líða mikið sinnuleysi af hendi lögreglu við afgreiðslu kæru hans. Það sem kemur mörgum á óvart er að oft eru það þeir sem standa þolandanum næst sem eru minnst undir það búnir að fjalla um og jafnvel viðurkenna kynferðisbrotið. Skömmin er svo greypt í huga og hjörtu fólks og enn er langt í land að breyta því. Þetta er hinn undirliggjandi vandi í samfélaginu og að mínu mati rót vandans í KSÍ málinu. Umræðan hefur snúist óþarflega mikið um að gagnrýna og jafnvel gera lítið úr þeim sem stigið hafa fram í stað þess að reyna að skilja um hvað málið snýst í raun og veru. Þetta endurspeglar því miður samfélag okkar að töluverðu leyti hvað viðkemur kynferðisbrotamálum. Þolendur kynferðisbrota upplifa útilokun og tortyggni, og það á ekki bara við um réttarvörslukerfið heldur á öllum sviðum samfélagsins. Ég hef sjálfur komið opinberlega fram og sagt frá kynferðilegu ofbeldi sem ég varð fyrir í æsku. Það tók mig mjög mörg á að vinna mig út úr því. Það eitt að stíga fram og viðurkenna að maður hafi verið beittur kynferðisofbeldi var mikil þolraun en ekki sú eina. Ég þurfti líka að takast á við fjölskylduna mína sem var í algerri afneitun. Oft eru aðstandendur þolenda þjakaðir af sjálfsásökun og annarri vanlíðan sem tengist slíkri opinberun. En afneitunin byggir líka á úreldum samfélagslegum gildum sem enn eimir mikið af í samfélaginu. En það er þessi afneitun, þessi þöggun og tortryggni sem mætir mörgum þolendum sem ýtir frekar undir þörf þeirra til þess að opinbera brotin enn frekar. Sá sem ekki fær viðurkenningu heima fyrir leitar að henni annars staðar. Það er ekki hægt að horfa áfram hjá þessum staðreyndum. Mikilvægi þess að fjalla um þessi mál hefur ekkert með annarlegar hvatir að gera heldur er tilgangurinn að fá samfélagið í heild sinni til að taka á málum þannig að það skili sér á sem víðustum grunni, innan veggja heimilanna, stofnanna og réttarvörslukerfisins og að fólk taka á málefnum þolenda kynferðisbrota þannig að unnið sé markvisst í málaflokknum en ekki reyna að þagga það niður eða drepa umræðunni á dreif. Ég fór þá leið að skrifa mig frá vandanum og gaf út bók þar sem ég opinberaði mína þrautagöngu. Það var mín leið til þess að saga mín yrði loks viðurkennd. Það kostaði mig útilokun frá eigin fjölskyldu. Var það þess virði eða hefði ég átti hreinlega að bíða með þetta, hlífa mínu fólki? Faðir minn lést án þess að vilja nokkurn tíma ræða þessi mál við mig. Fjölskyldan meinaði mér meira að segja að kveðja hann og presturinn sem jarðsöng vildi ekki skipta sér af þessu og lét þau ráða. Það virtist vera of erfitt fyrir prestinn að virði rétt minn til að fá að vera viðstaddur jarðarför föður míns. Ég mátti heimsækja kistuna í laumi, læðast í felum eins og skítuga barnið. Svarið er auðvitað nei en þetta er dæmi um hvernig það er að vera í samfélagi sem talar um skilning en praktiserar það ekki. Það er því ekki að furða að fólk kom fram opinberlega til að tala um þessi málefni því annars verða engar breytingar og það breytir engu í hvernig réttaríki við lifum. Í Bretalandi hafa verið gerðar rannsóknir um málefni sem snúa að sundrung fjölskyldna og er talið að í Stóra-Bretlandi sé 8% þjóðarinnar eða rúmlega 5 milljónir einstaklinga sem koma frá sundruðum fjölskyldum vegna áfalla innan fjölskyldna, eins og t.d. kynferðisbrota. Eigi sama hlutfall við hér á landi þá eru um 29 þúsund Íslendingar í þessum sporum. Það er því full ástæða til að vekja máls á þessu og leggjast á árarnar til að vinna á þessu tabúi og fordómum sem enn finnast gagnvart þolendum kynferðisbrota. Höfundur er lögmaður/MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir hafa verið uppi um málefni KSÍ og ekki auðvelt að greina rétt frá röngu. Margir kollegar mínir hafa séð sig knúna til að deila skoðunum sínum á málinu og hafa réttilega bent á margar grunnstoðir réttarríkisins. Sem lögmaður deili ég með þeim misjafnri reynslu af málum þar sem skjólstæðingar mínir hafa verið ásakaðir opinberlega um brot sem síðan reyndist ekki fótur fyrir. Ég skil því vel þeirra sjónarmið en þessi rök snerta ekki á rót vandans. Það sem gleymist í þessu er ástæða þess að þolendur kynferðisbrota opinbera ásakanir sínar. Staðreyndin er sú, þrátt fyrir alla vitundarvakninguna, að enn ríkir mikil þöggunarmenning innan samfélagsins um kynferðisbrot. Að stíga fram og skila skömminni, eins og sagt er, er ekki eins auðvelt og stundum er látið í veðri vaka. Það eitt að koma opinberlega fram og viðurkenna að hafa orðið fórnarlamb kynferðisofbeldis er mjög erfitt. Óttinn við útskúfun og ekki vera tekinn trúanlegur. Því miður heyrast enn þessar umkvartanir þolenda um réttarvörslukerfið. Það er ekki lengra síðan en 2018 að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að viðurkenna mistök við afgreiðslu kæru í kynferðisbroti ungs brotaþola en undirritaður var lögmaður hans. Þolandinn þurfti að líða mikið sinnuleysi af hendi lögreglu við afgreiðslu kæru hans. Það sem kemur mörgum á óvart er að oft eru það þeir sem standa þolandanum næst sem eru minnst undir það búnir að fjalla um og jafnvel viðurkenna kynferðisbrotið. Skömmin er svo greypt í huga og hjörtu fólks og enn er langt í land að breyta því. Þetta er hinn undirliggjandi vandi í samfélaginu og að mínu mati rót vandans í KSÍ málinu. Umræðan hefur snúist óþarflega mikið um að gagnrýna og jafnvel gera lítið úr þeim sem stigið hafa fram í stað þess að reyna að skilja um hvað málið snýst í raun og veru. Þetta endurspeglar því miður samfélag okkar að töluverðu leyti hvað viðkemur kynferðisbrotamálum. Þolendur kynferðisbrota upplifa útilokun og tortyggni, og það á ekki bara við um réttarvörslukerfið heldur á öllum sviðum samfélagsins. Ég hef sjálfur komið opinberlega fram og sagt frá kynferðilegu ofbeldi sem ég varð fyrir í æsku. Það tók mig mjög mörg á að vinna mig út úr því. Það eitt að stíga fram og viðurkenna að maður hafi verið beittur kynferðisofbeldi var mikil þolraun en ekki sú eina. Ég þurfti líka að takast á við fjölskylduna mína sem var í algerri afneitun. Oft eru aðstandendur þolenda þjakaðir af sjálfsásökun og annarri vanlíðan sem tengist slíkri opinberun. En afneitunin byggir líka á úreldum samfélagslegum gildum sem enn eimir mikið af í samfélaginu. En það er þessi afneitun, þessi þöggun og tortryggni sem mætir mörgum þolendum sem ýtir frekar undir þörf þeirra til þess að opinbera brotin enn frekar. Sá sem ekki fær viðurkenningu heima fyrir leitar að henni annars staðar. Það er ekki hægt að horfa áfram hjá þessum staðreyndum. Mikilvægi þess að fjalla um þessi mál hefur ekkert með annarlegar hvatir að gera heldur er tilgangurinn að fá samfélagið í heild sinni til að taka á málum þannig að það skili sér á sem víðustum grunni, innan veggja heimilanna, stofnanna og réttarvörslukerfisins og að fólk taka á málefnum þolenda kynferðisbrota þannig að unnið sé markvisst í málaflokknum en ekki reyna að þagga það niður eða drepa umræðunni á dreif. Ég fór þá leið að skrifa mig frá vandanum og gaf út bók þar sem ég opinberaði mína þrautagöngu. Það var mín leið til þess að saga mín yrði loks viðurkennd. Það kostaði mig útilokun frá eigin fjölskyldu. Var það þess virði eða hefði ég átti hreinlega að bíða með þetta, hlífa mínu fólki? Faðir minn lést án þess að vilja nokkurn tíma ræða þessi mál við mig. Fjölskyldan meinaði mér meira að segja að kveðja hann og presturinn sem jarðsöng vildi ekki skipta sér af þessu og lét þau ráða. Það virtist vera of erfitt fyrir prestinn að virði rétt minn til að fá að vera viðstaddur jarðarför föður míns. Ég mátti heimsækja kistuna í laumi, læðast í felum eins og skítuga barnið. Svarið er auðvitað nei en þetta er dæmi um hvernig það er að vera í samfélagi sem talar um skilning en praktiserar það ekki. Það er því ekki að furða að fólk kom fram opinberlega til að tala um þessi málefni því annars verða engar breytingar og það breytir engu í hvernig réttaríki við lifum. Í Bretalandi hafa verið gerðar rannsóknir um málefni sem snúa að sundrung fjölskyldna og er talið að í Stóra-Bretlandi sé 8% þjóðarinnar eða rúmlega 5 milljónir einstaklinga sem koma frá sundruðum fjölskyldum vegna áfalla innan fjölskyldna, eins og t.d. kynferðisbrota. Eigi sama hlutfall við hér á landi þá eru um 29 þúsund Íslendingar í þessum sporum. Það er því full ástæða til að vekja máls á þessu og leggjast á árarnar til að vinna á þessu tabúi og fordómum sem enn finnast gagnvart þolendum kynferðisbrota. Höfundur er lögmaður/MBA.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun