Um framtíð Landspítalans Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 16. október 2021 16:06 Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar