Neyðarkall! Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson skrifa 13. október 2021 14:01 Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Ragnar Þór Ingólfsson Verðlag Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar