Neyðarkall! Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson skrifa 13. október 2021 14:01 Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Ragnar Þór Ingólfsson Verðlag Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun