Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 14:04 Greta Thunberg á loftslagsmótmælum í Mílanó á Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ungu aðgerðasinnarnir sem kvörtuðu til SÞ koma frá Argentínu, Brasilíu, Frakklandi, Þýskalandi, Indlandi, Palá, Marshall-eyjum, Nígeríu, Suður-Afríku, Svíþjóð, Túnis og Bandaríkjunum. Vísir/EPA Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst. Það hefur tekið nefndina um tvö ár að fara yfir kvörtun Thunberg og fjórtán félaga hennar. Þau voru á aldrinum átta til sautján ára þegar þau lögðu hana fram árið 2019. Sökuðu þau ríkisstjórni Frakklands, Tyrklands, Brasilíu, Þýskaland og Argentínu um að hafa vitað af hættunni af loftslagsbreytingum um áratugaskeið án þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstaða þeirra átján sérfræðinga í mannréttindamálum sem skipa nefndina var að búið væri að sýna fram á nægt orsakasamhengi á milli skaða sem börn verða fyrir annars vegar og aðgerðaleysi landanna fimm, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir féllust aftur á móti á rök ríkjanna að ungmennin hefðu átt að leita til dómstóla í heimalöndum sínum áður en þau kvörtuðu til Sameinuðu þjóðanna. „Við vonum að þið valdeflist við jákvæðu hluta þessarar ákvörðunar og að þið haldið áfram að láta til ykkar taka í heimalöndum og svæðum ykkar sem og alþjóðlega til að berjast fyrir réttlæti í tengslum við loftslagsbreytingar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar. Ungmennin gáfu lítið fyrir slíkt tal. „Ég efast ekki um að þessi niðurstaða muni plaga nefndina í framtíðinni. Þegar loftslagshamfarirnar verða jafnvel alvarlegri en þær eru nú mun nefndin sjá verulega eftir því að hafa ekki gert það rétta þegar hún hafði til þess tækifæri,“ sagði Alexandria Villasenor frá Bandaríkjunum. Lögmenn ungmennanna segja að þau ætli að leita til landsdómstóla þó að þau telji að það verði tímafrek og á endanum árangurslítil vegferð. Nefndin hafi í raun sagt börnunum að eyða fleiri árum í að bíða eftir að málum þeirra verði vísað frá dómstólum. Þrátt fyrir það gæti álit nefndarinnar verið fordæmisgefandi að því leyti að hún taldi sig getað tekið fyrir mál gegn ríkjum jafnvel þó að skaðleg áhrif af losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum á börn ættu sér stað í öðru landi. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Það hefur tekið nefndina um tvö ár að fara yfir kvörtun Thunberg og fjórtán félaga hennar. Þau voru á aldrinum átta til sautján ára þegar þau lögðu hana fram árið 2019. Sökuðu þau ríkisstjórni Frakklands, Tyrklands, Brasilíu, Þýskaland og Argentínu um að hafa vitað af hættunni af loftslagsbreytingum um áratugaskeið án þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstaða þeirra átján sérfræðinga í mannréttindamálum sem skipa nefndina var að búið væri að sýna fram á nægt orsakasamhengi á milli skaða sem börn verða fyrir annars vegar og aðgerðaleysi landanna fimm, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir féllust aftur á móti á rök ríkjanna að ungmennin hefðu átt að leita til dómstóla í heimalöndum sínum áður en þau kvörtuðu til Sameinuðu þjóðanna. „Við vonum að þið valdeflist við jákvæðu hluta þessarar ákvörðunar og að þið haldið áfram að láta til ykkar taka í heimalöndum og svæðum ykkar sem og alþjóðlega til að berjast fyrir réttlæti í tengslum við loftslagsbreytingar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar. Ungmennin gáfu lítið fyrir slíkt tal. „Ég efast ekki um að þessi niðurstaða muni plaga nefndina í framtíðinni. Þegar loftslagshamfarirnar verða jafnvel alvarlegri en þær eru nú mun nefndin sjá verulega eftir því að hafa ekki gert það rétta þegar hún hafði til þess tækifæri,“ sagði Alexandria Villasenor frá Bandaríkjunum. Lögmenn ungmennanna segja að þau ætli að leita til landsdómstóla þó að þau telji að það verði tímafrek og á endanum árangurslítil vegferð. Nefndin hafi í raun sagt börnunum að eyða fleiri árum í að bíða eftir að málum þeirra verði vísað frá dómstólum. Þrátt fyrir það gæti álit nefndarinnar verið fordæmisgefandi að því leyti að hún taldi sig getað tekið fyrir mál gegn ríkjum jafnvel þó að skaðleg áhrif af losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum á börn ættu sér stað í öðru landi.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira