Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 14:04 Greta Thunberg á loftslagsmótmælum í Mílanó á Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ungu aðgerðasinnarnir sem kvörtuðu til SÞ koma frá Argentínu, Brasilíu, Frakklandi, Þýskalandi, Indlandi, Palá, Marshall-eyjum, Nígeríu, Suður-Afríku, Svíþjóð, Túnis og Bandaríkjunum. Vísir/EPA Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst. Það hefur tekið nefndina um tvö ár að fara yfir kvörtun Thunberg og fjórtán félaga hennar. Þau voru á aldrinum átta til sautján ára þegar þau lögðu hana fram árið 2019. Sökuðu þau ríkisstjórni Frakklands, Tyrklands, Brasilíu, Þýskaland og Argentínu um að hafa vitað af hættunni af loftslagsbreytingum um áratugaskeið án þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstaða þeirra átján sérfræðinga í mannréttindamálum sem skipa nefndina var að búið væri að sýna fram á nægt orsakasamhengi á milli skaða sem börn verða fyrir annars vegar og aðgerðaleysi landanna fimm, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir féllust aftur á móti á rök ríkjanna að ungmennin hefðu átt að leita til dómstóla í heimalöndum sínum áður en þau kvörtuðu til Sameinuðu þjóðanna. „Við vonum að þið valdeflist við jákvæðu hluta þessarar ákvörðunar og að þið haldið áfram að láta til ykkar taka í heimalöndum og svæðum ykkar sem og alþjóðlega til að berjast fyrir réttlæti í tengslum við loftslagsbreytingar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar. Ungmennin gáfu lítið fyrir slíkt tal. „Ég efast ekki um að þessi niðurstaða muni plaga nefndina í framtíðinni. Þegar loftslagshamfarirnar verða jafnvel alvarlegri en þær eru nú mun nefndin sjá verulega eftir því að hafa ekki gert það rétta þegar hún hafði til þess tækifæri,“ sagði Alexandria Villasenor frá Bandaríkjunum. Lögmenn ungmennanna segja að þau ætli að leita til landsdómstóla þó að þau telji að það verði tímafrek og á endanum árangurslítil vegferð. Nefndin hafi í raun sagt börnunum að eyða fleiri árum í að bíða eftir að málum þeirra verði vísað frá dómstólum. Þrátt fyrir það gæti álit nefndarinnar verið fordæmisgefandi að því leyti að hún taldi sig getað tekið fyrir mál gegn ríkjum jafnvel þó að skaðleg áhrif af losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum á börn ættu sér stað í öðru landi. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Það hefur tekið nefndina um tvö ár að fara yfir kvörtun Thunberg og fjórtán félaga hennar. Þau voru á aldrinum átta til sautján ára þegar þau lögðu hana fram árið 2019. Sökuðu þau ríkisstjórni Frakklands, Tyrklands, Brasilíu, Þýskaland og Argentínu um að hafa vitað af hættunni af loftslagsbreytingum um áratugaskeið án þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstaða þeirra átján sérfræðinga í mannréttindamálum sem skipa nefndina var að búið væri að sýna fram á nægt orsakasamhengi á milli skaða sem börn verða fyrir annars vegar og aðgerðaleysi landanna fimm, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir féllust aftur á móti á rök ríkjanna að ungmennin hefðu átt að leita til dómstóla í heimalöndum sínum áður en þau kvörtuðu til Sameinuðu þjóðanna. „Við vonum að þið valdeflist við jákvæðu hluta þessarar ákvörðunar og að þið haldið áfram að láta til ykkar taka í heimalöndum og svæðum ykkar sem og alþjóðlega til að berjast fyrir réttlæti í tengslum við loftslagsbreytingar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar. Ungmennin gáfu lítið fyrir slíkt tal. „Ég efast ekki um að þessi niðurstaða muni plaga nefndina í framtíðinni. Þegar loftslagshamfarirnar verða jafnvel alvarlegri en þær eru nú mun nefndin sjá verulega eftir því að hafa ekki gert það rétta þegar hún hafði til þess tækifæri,“ sagði Alexandria Villasenor frá Bandaríkjunum. Lögmenn ungmennanna segja að þau ætli að leita til landsdómstóla þó að þau telji að það verði tímafrek og á endanum árangurslítil vegferð. Nefndin hafi í raun sagt börnunum að eyða fleiri árum í að bíða eftir að málum þeirra verði vísað frá dómstólum. Þrátt fyrir það gæti álit nefndarinnar verið fordæmisgefandi að því leyti að hún taldi sig getað tekið fyrir mál gegn ríkjum jafnvel þó að skaðleg áhrif af losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum á börn ættu sér stað í öðru landi.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira