Áróðursherferðin gegn landinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 12. október 2021 09:01 Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun