Áróðursherferðin gegn landinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 12. október 2021 09:01 Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun