Stórauka þarf vöktun vegna skriðufalla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir skrifa 9. október 2021 09:31 Enn minnir náttúran á sig hér í Norðausturkjördæmi eftir miklar rigningar þar sem bæði aur og vatnsflóð hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu. Fólk þarf að rýma hús sín - sumir sem betur fer í stuttan tíma, en aðrir vita ekki hvenær þeir geta snúið heim. Fordæmalaust ástand í Köldukinn þar sem gríðarlega mikil uppbygging er framundan. Ekki höfum við heldur gleymt atburðunum á Seyðisfirði í lok síðasta árs auk þess sem skriður hafa ógnað bænum í liðinni viku og munu gera áfram. Mikil flóð bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði með tilheyrandi skemmdum og dæmin eru sannarlega fleiri. Það er mikilvægt að Náttúruhamfaratrygging Íslands og aðrar þær tryggingar sem eiga í hlut taki vel utan um það tjón sem hefur orðið þannig að fólk, sem það getur, geti snúið heim aftur og hafið uppbyggingu og endurbætur. Skriðuföll og flóð valda ekki bara veraldlegu tjóni heldur líka andlegu og við þurfum að taka utan um fólk sem lendir í slíkum aðstæðum. Við höfum séð að heilu samfélögin hjálpast að þegar slík áföll verða en hið opinbera þarf líka að vera þess bært að geta boðið uppá sálræna hjálp sem oft er ekki minna atriðið en hin veraldlega. En við þurfum líka að sjá þessa atburði fyrir og þar eigum við því miður langt í land. Sérfræðingar virðast vera á einu máli um að tíðni stórra skriðufalla sé að aukast. Hvort sem það eru veðurfræðingar, sérfræðingar á sviði loftslagsmála eða jarðfræðingar. Við þurfum að hlusta og taka þetta alvarlega. Bent hefur verið á að það þurfi að kortleggja hættusvæði betur. Fleiri þéttbýlisstaðir, sveitabæir og sumarhúsabyggðir eru undir og því miður er staðan þannig í dag að örfáir staðir eru vaktaðir. Þetta er mál sem þarf að vera í forgangi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, setti aukinn kraft í rannsóknir á þessu sviði á síðasta kjörtímabili en eins og hann hefur sjálfur sagt, það þarf meira til. Sú ríkisstjórn sem senn tekur við þarf að setja þetta mál í forgang og við sem kjörnir fulltrúar þurfum að standa saman og fylgja því fast eftir. Því það er sannarlega mikið í húfi. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Almannavarnir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Enn minnir náttúran á sig hér í Norðausturkjördæmi eftir miklar rigningar þar sem bæði aur og vatnsflóð hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu. Fólk þarf að rýma hús sín - sumir sem betur fer í stuttan tíma, en aðrir vita ekki hvenær þeir geta snúið heim. Fordæmalaust ástand í Köldukinn þar sem gríðarlega mikil uppbygging er framundan. Ekki höfum við heldur gleymt atburðunum á Seyðisfirði í lok síðasta árs auk þess sem skriður hafa ógnað bænum í liðinni viku og munu gera áfram. Mikil flóð bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði með tilheyrandi skemmdum og dæmin eru sannarlega fleiri. Það er mikilvægt að Náttúruhamfaratrygging Íslands og aðrar þær tryggingar sem eiga í hlut taki vel utan um það tjón sem hefur orðið þannig að fólk, sem það getur, geti snúið heim aftur og hafið uppbyggingu og endurbætur. Skriðuföll og flóð valda ekki bara veraldlegu tjóni heldur líka andlegu og við þurfum að taka utan um fólk sem lendir í slíkum aðstæðum. Við höfum séð að heilu samfélögin hjálpast að þegar slík áföll verða en hið opinbera þarf líka að vera þess bært að geta boðið uppá sálræna hjálp sem oft er ekki minna atriðið en hin veraldlega. En við þurfum líka að sjá þessa atburði fyrir og þar eigum við því miður langt í land. Sérfræðingar virðast vera á einu máli um að tíðni stórra skriðufalla sé að aukast. Hvort sem það eru veðurfræðingar, sérfræðingar á sviði loftslagsmála eða jarðfræðingar. Við þurfum að hlusta og taka þetta alvarlega. Bent hefur verið á að það þurfi að kortleggja hættusvæði betur. Fleiri þéttbýlisstaðir, sveitabæir og sumarhúsabyggðir eru undir og því miður er staðan þannig í dag að örfáir staðir eru vaktaðir. Þetta er mál sem þarf að vera í forgangi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, setti aukinn kraft í rannsóknir á þessu sviði á síðasta kjörtímabili en eins og hann hefur sjálfur sagt, það þarf meira til. Sú ríkisstjórn sem senn tekur við þarf að setja þetta mál í forgang og við sem kjörnir fulltrúar þurfum að standa saman og fylgja því fast eftir. Því það er sannarlega mikið í húfi. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun