Skoðun

Rússi­bani stöðug­leikans

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Það er auðvelt að fela óstöðugleikann með verðtryggingunni.

Við féllum fyrir brellunni, enn og aftur. Stöðugleiki í boði gamla fjórflokksins var mantran sem við kusum. En hér hefur aldrei ríkt stöðugleiki, eina sem er stöðugt er óstöðugleiki sem samanstendur af verðbólgu, vöxtum og gjaldmiðli í höftum.

Verðtryggingin gleypir kostnaðinn af óstöðugleikanum og skilar honum til okkar áratugum seinna. Stöðugleikinn er einungis á yfirborðinu, rétt undir því eru sterkir straumar sem soga til sín verðmæti almennings og flytur þau til útvaldra.

Nú í vikunni fór rússíbani stöðugleikans í enn eina dýfuna. Líklegt er að við sem höfum fært okkur úr verðtryggingunni yfir í óverðtryggð lán munum ekki ráða við mánaðarlega hækkun afborgana og neyðast til að flýja í skúmaskot verðtryggingarinnar.

Þetta er þyngra en tárum taki.

Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×