Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 20:31 Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets. vísir/egill Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn
Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11
Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16