Aðeins Breiðablik hélt boltanum betur innan liðs en FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2021 07:01 Guðmundur Kristjánsson var sá leikmaður FH sem átti flestar sendingar í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1%
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira