Skoðun

Er ekki bara best að bæta um­hverfi lítilla og meðal­stórra fyrir­tækja?

WIllum Þór Þórsson skrifar

Í ferðum mínum um landið og samtölum við fólk síðustu mánuðina hafa margir minnst á mikilvægi þess að við búum við jafnvægi, bæði hvað varðar efnahag þjóðarinnar og efnahag fólks og fyrirtækja. Og það er rétt að jafnvægi er mikilvægt á sviði efnahagsmálanna líkt og í daglega lífinu.

Eitt af því sem hefur áhrif þegar kemur að jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar er að aukið jafnræði ríki þegar kemur að rekstri fyrirtækja. Níu af hverjum tíu fyrirtækjum á Íslandi eru lítil og meðalstór. Þessi fyrirtæki eru gríðarlega mikilvæg þegar kemur að verðmætasköpun og atvinnutækifærum um allt land og leika þannig stórt hlutverk í lífsgæðasókn og velferð fólks sem býr á Íslandi.

Stefna Framsóknar hefur alltaf verið sú að hlúa vel að atvinnulífinu því að öflugt atvinnulíf er undirstaða öflugrar velferðar. Við viljum ganga ákveðin skref til þess að bæta starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja til að efla nýsköpunarkraft þeirra og fjölga góðum atvinnutækifærum. Það er augljóslega þörf á aðgerðum og við heyrum það hátt og skýrt. Þess vegna viljum við taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það gjald sem leggst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Samhliða því er nauðsynlegt að taka upp fleiri þrep í tekjuskatti fyrirtækja. Við viljum einnig að tekið sé tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda og skatta.

Höfundur er þingmaður Framsóknar og í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×