Allt sem við getum gert, höfum við efni á Jökull Sólberg skrifar 24. september 2021 13:00 Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun