Lausn á vanda heilbrigðiskerfis Eggert Eyjólfsson skrifar 23. september 2021 20:01 1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar