Lausn á vanda heilbrigðiskerfis Eggert Eyjólfsson skrifar 23. september 2021 20:01 1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun