Fíla pönkið sem fylgir því að vera Vinstri græn - VG101 Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifar 23. september 2021 18:00 Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst verða samtöl við fólk alls staðar að úr samfélaginu fleiri og innihaldsríkari. Mörg málefni liggja félögum okkar og öðru góðu fólki á hjarta. Ég fæ gjarnan spurninguna “Af hverju ákvaðst þú að ganga til liðs við Vinstri græn?” Því er auðsvarað. Ástæðan fyrir því að ég gekk í VG er sú að fjórar grunnstoðir hreyfingarinnar samræmast mínum lífsgildum að öllu leiti; en þær eru umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti. Auk þess hef ég alltaf fílað pönkið sem ég tel fylgja því að vera Vinstri græn en fyrir þau sem ekki vita voru VG þau fyrstu sem börðust fyrir jafnréttis- friðar og umhverfismálum á Alþingi með róttækum hætti á sínum tíma. Umhverfisvernd og loftlagsmál eru málaflokkar sem ættu alltaf að haldast í hendur en það er einmitt sérstaða VG að svo sé gert. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að róttækar ákvarðanir séu teknar og að þær séu teknar strax. Ég tel skipta höfuð máli að hreyfing sem sá mikilvægi umhverfis- og loftlagsmála fyrst allra haldi í taumana í þessari baráttu; hreyfing sem hefur fengið vísindamenn í lið við sig til að byggja metnaðarfulla, róttæka og raunhæfa stefnu í þeim efnum og hreyfing sem hugar að því að öll umskipti séu réttlát og bitni ekki á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Vinstri græn hafa alltaf verið róttæk og leiðandi í jafnréttismálum. Við stöndum vörð um réttindi allra óháð því hvernig þau vilja skilgreina kyn sitt, hver kynhneigð þeirra er, í hvaða landi þau fæddust eða hver félagsleg staða þeirra er. Við viljum halda sérstaklega utan um þau sem eiga á hættu að verða fyrir meira misrétti en aðrir en misréttið verður enn meira ef fólk fellur ekki að staðalmyndum kynjakerfisins. Fatlaðar konur búa oft við tvöfalda mismunun, fólk sem ekki fellur að hefðbundinni skilgreiningu á karli eða konu mætir misrétti, fólk af erlendum uppruna sömuleiðis og svona mætti lengi telja. Kvenfrelsis- og jafnréttisstefna VG kemur ekki eingöngu inn á pólitíska stefnumörkun varðandi stofnanir heldur miðar einnig að því að uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu okkar. Komið er inn á mikilvægi þess að innleiða kynjafræði á öllum skólastigum svo börnin okkar lærir ekki þá rökvillu að kvenlægir eiginleikar séu síðri en þeir karllægu eða telji sitt hlutskipti í lífinu fyrirfram ákveðið af samfélaginu. Jafnframt erum við erum með skýra stefnu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og stafrænu ofbeldi og viljum styrkja réttarstöðu þolenda með lagasetningu. Önnur sérstaða VG er sú að við erum á móti því að Ísland eigi aðild að NATÓ. Hernaður er fordæmdur og áhersla er lögð á að Íslendingar beiti sér fyrir friði og afvopnun á heimsvísu. VG vill stöðva allar alþjóðlegar aðgerðir sem leiða til dauða saklausra borgara. Það er ótrúlega sorglegt að slíkar staðhæfingar þurfi enn þann dag í dag að koma fram í pólitískri stefnu en svo er því miður raunin og allt of fá pólitísk öfl beita sér fyrir friði. Öll málefni VG miða að því að sem mest félagslegt réttlæti ríki í samfélaginu. Aðgerðir snúast um að minnka bilið á milli þeirra sem standa höllum fæti og þeirra efnameiri. Jafnframt er miðað að því að einstaklingar í samfélaginu okkar hafi sama aðgang að þjónustu, námi, húsnæði og atvinnu óháð búsetu, aldri og félagslegum aðstæðum. Þegar jöfnuður eykst í samfélaginu okkar eykur það frelsi einstaklinga til þess að geta fundið hæfileikum sínum farveg á fjölbreytilegan hátt. VG stendur fyrir svo miklu meira en fram hefur komið; enda tíndi ég eingöngu til ástæðurnar fyrir því að ég gekk í hreyfinguna í upphafi en ekki þær fjöldamörgu ástæður fyrir því að ég tel að VG ættu ávallt að leiða landið okkar. Hægt er að kynna sér stefnumálin með auðveldum hætti á vef VG. Þar sem ég skilgreini mig sem aðgerðarsinna og femínista með stórt hjarta og enga þolinmæði fyrir óréttlæti er ég viss um að ég er á réttum stað í pólitík. Svo þurfum við ríkisstjórn sem þorir að taka stór skref í loftlagsmálum, ríkisstjórn sem er alltaf á vaktinni þegar kemur að mannréttindum og jafnrétti kynjanna og berst fyrir því að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Setjum X við V fyrir réttlátara og öruggara samfélag. Höfundur skipar 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst verða samtöl við fólk alls staðar að úr samfélaginu fleiri og innihaldsríkari. Mörg málefni liggja félögum okkar og öðru góðu fólki á hjarta. Ég fæ gjarnan spurninguna “Af hverju ákvaðst þú að ganga til liðs við Vinstri græn?” Því er auðsvarað. Ástæðan fyrir því að ég gekk í VG er sú að fjórar grunnstoðir hreyfingarinnar samræmast mínum lífsgildum að öllu leiti; en þær eru umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti. Auk þess hef ég alltaf fílað pönkið sem ég tel fylgja því að vera Vinstri græn en fyrir þau sem ekki vita voru VG þau fyrstu sem börðust fyrir jafnréttis- friðar og umhverfismálum á Alþingi með róttækum hætti á sínum tíma. Umhverfisvernd og loftlagsmál eru málaflokkar sem ættu alltaf að haldast í hendur en það er einmitt sérstaða VG að svo sé gert. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að róttækar ákvarðanir séu teknar og að þær séu teknar strax. Ég tel skipta höfuð máli að hreyfing sem sá mikilvægi umhverfis- og loftlagsmála fyrst allra haldi í taumana í þessari baráttu; hreyfing sem hefur fengið vísindamenn í lið við sig til að byggja metnaðarfulla, róttæka og raunhæfa stefnu í þeim efnum og hreyfing sem hugar að því að öll umskipti séu réttlát og bitni ekki á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Vinstri græn hafa alltaf verið róttæk og leiðandi í jafnréttismálum. Við stöndum vörð um réttindi allra óháð því hvernig þau vilja skilgreina kyn sitt, hver kynhneigð þeirra er, í hvaða landi þau fæddust eða hver félagsleg staða þeirra er. Við viljum halda sérstaklega utan um þau sem eiga á hættu að verða fyrir meira misrétti en aðrir en misréttið verður enn meira ef fólk fellur ekki að staðalmyndum kynjakerfisins. Fatlaðar konur búa oft við tvöfalda mismunun, fólk sem ekki fellur að hefðbundinni skilgreiningu á karli eða konu mætir misrétti, fólk af erlendum uppruna sömuleiðis og svona mætti lengi telja. Kvenfrelsis- og jafnréttisstefna VG kemur ekki eingöngu inn á pólitíska stefnumörkun varðandi stofnanir heldur miðar einnig að því að uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu okkar. Komið er inn á mikilvægi þess að innleiða kynjafræði á öllum skólastigum svo börnin okkar lærir ekki þá rökvillu að kvenlægir eiginleikar séu síðri en þeir karllægu eða telji sitt hlutskipti í lífinu fyrirfram ákveðið af samfélaginu. Jafnframt erum við erum með skýra stefnu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og stafrænu ofbeldi og viljum styrkja réttarstöðu þolenda með lagasetningu. Önnur sérstaða VG er sú að við erum á móti því að Ísland eigi aðild að NATÓ. Hernaður er fordæmdur og áhersla er lögð á að Íslendingar beiti sér fyrir friði og afvopnun á heimsvísu. VG vill stöðva allar alþjóðlegar aðgerðir sem leiða til dauða saklausra borgara. Það er ótrúlega sorglegt að slíkar staðhæfingar þurfi enn þann dag í dag að koma fram í pólitískri stefnu en svo er því miður raunin og allt of fá pólitísk öfl beita sér fyrir friði. Öll málefni VG miða að því að sem mest félagslegt réttlæti ríki í samfélaginu. Aðgerðir snúast um að minnka bilið á milli þeirra sem standa höllum fæti og þeirra efnameiri. Jafnframt er miðað að því að einstaklingar í samfélaginu okkar hafi sama aðgang að þjónustu, námi, húsnæði og atvinnu óháð búsetu, aldri og félagslegum aðstæðum. Þegar jöfnuður eykst í samfélaginu okkar eykur það frelsi einstaklinga til þess að geta fundið hæfileikum sínum farveg á fjölbreytilegan hátt. VG stendur fyrir svo miklu meira en fram hefur komið; enda tíndi ég eingöngu til ástæðurnar fyrir því að ég gekk í hreyfinguna í upphafi en ekki þær fjöldamörgu ástæður fyrir því að ég tel að VG ættu ávallt að leiða landið okkar. Hægt er að kynna sér stefnumálin með auðveldum hætti á vef VG. Þar sem ég skilgreini mig sem aðgerðarsinna og femínista með stórt hjarta og enga þolinmæði fyrir óréttlæti er ég viss um að ég er á réttum stað í pólitík. Svo þurfum við ríkisstjórn sem þorir að taka stór skref í loftlagsmálum, ríkisstjórn sem er alltaf á vaktinni þegar kemur að mannréttindum og jafnrétti kynjanna og berst fyrir því að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Setjum X við V fyrir réttlátara og öruggara samfélag. Höfundur skipar 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun