Söngur popúlistans Jarl Sigurgeirsson skrifar 23. september 2021 10:30 Tólf ára gamall hóf ég störf í saltfiski í Vestmannaeyjum, þetta var sumarið 1980. Það þótti eðlilegt á þeim tíma enda var nóg um vinnu og allar hendur vantaði á dekk. Þarna lærðum við ungmennin að bera virðingu fyrir vinnunni og því sem ekki var minna um vert, að átta okkur á því hvaðan peningarnir kæmu. Ég hafði svo sem haft um það hugmynd fyrr, enda faðir minn sjómaður og ég þar að auki alinn upp í sjávarþorpi þar sem lyktin úr bræðslunum var alla jafna kölluð peningalykt, og er kölluð það enn í dag. Hagsmunir sjávarútvegs eru hagsmunir okkar allra Upp úr 1980 varð sjávarútvegur minn starfsvettvangur. Vann í landi í sumarstörfum og einn vetur í fiskvinnslu, kynntist síðan sjómennskunni 1986 og starfaði við það næstu tvo áratugina. Ég hef alla tíð verið meðvitaður um tengslin á milli almennrar hagsældar og gengis í sjávarútvegi. Það byrjaði strax við eldhúsborðið í Hrauntúninu um sjö ára aldurinn og hefur orðið mér ljósara með hverjum degi síðan. Framfarir sjávarútvegs skapa hagsæld Frá því um aldamótin 1900 og jafnvel enn fyrr, hefur sjávarútvegurinn verið drifkraftur hagsældar þjóðarinnar sem hefur risið í beinu sambandi við gang mála og framfarir í sjávarútvegi. Með vélbátavæðingunni upp úr 1900 urðu miklar breytingar. Þjóðin kom út úr moldarkofunum, kaupstaðir mynduðust, grunnskólar voru settir á stofn og hið eiginlega menntakerfi varð til. Síldarárin kveiktu líf í landinu og viðskiptatækifæri með fiskafurðir í seinna stríði renndu stoðum undir hið nýstofnaða lýðveldi. Fleira má til telja en vert er að nefna tilkomu kvótakerfisins. Það átti að vera til þess að hefta ásókn í fiskimiðin, en hefur skilað okkur arðbærasta sjávarútvegi heimsins sem er ein styrkasta stoðin undir hagkerfi eins mesta velferðarríkis heimsins, landi tækifæranna. Velgengni sjávarútvegs knýr nýsköpun Ólíkt því sem gerist víðast hvar, þá er sjávarútvegur á Íslandi rekinn án ríkisstyrkja og skilar þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum í formi skattgreiðslna, veiðigjalda og fleira. Auk þess á stór hluti fjármuna, sem almennt eru í umferð hérlendis, á einn eða annan hátt uppruna sinn í sjávarútvegi. Stærstur hluti nýsköpunar hefur orðið til með fjármagni beint úr sjávarútvegi, eða óbeint þar sem aðilar sem selt hafa sig út úr sjávarútvegi hafa fjármagnað slíkt. Sama má segja um stóran hluta ferðaþjónustunnar, menningargeirans og ýmissa fyrirtækja. Kosningakvak um hærri skatta Í aðdraganda kosninga hækkar ætíð rómur þeirra sem telja gæðum heimsins misskipt og þá sérstaklega hvað varðar sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Enn og aftur byrja árásir á sjávarútveginn og gildir þá einu að okkur sem þjóð hafi tekist að ná þeirri öfundsverðu stöðu að skapa þar í senn sjálfbæran og arðbæran atvinnuveg. Þær raddir óma sönginn um að leggja þurfi meiri álögur á greinina, hækka á hana skatta og jafnvel að umbylta henni. Nóg sé til og tími til kominn að færa illa fenginn auðinn í réttar hendur. Forsöngvurum þessa kórs gengur misjafnt til. Flestir þeirra átta sig á að þarna geti verið gott færi til að afla atkvæða og sumir trúa því jafnvel að söngur þeirra sé kórréttur og í takti við raunveruleikann. Sjálfsagt spilar þar sterkt að skattlagning á sjávarútveg er trygg leið til að færa fjármuni frá landsbyggðunum yfir á höfuðborgarsvæðið og því vænleg leið að ná til fjöldans. Verndum það sem vel er gert Söngur þessi er fjarri mínum hugmyndum um aðgerðir í þjóðarþágu og í mínum huga deginum ljósara að þær munu skerða möguleika greinarinnar á að standa áfram undir hagsæld þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að horfa upp á atkvæðaveiðara svífast einskis í leit sinni að fleiri atkvæðum sér til handa. Þeir vita sem er, hvað er í húfi, en eru tilbúnir að leggja hag þjóðarinnar að veði gegn því að auka líkurnar á aðkomu sinni að stjórn þjóðarskútunnar. Plagsiður popúlista Popúlistaflokkar spretta nú upp sem aldrei fyrr og hafa það flestir á stefnuskránni að færa hin illa fengnu auðæfi spilltra sægreifa til þjóðarinnar. Hugsanlega hefðu þeir sem þessum söng stjórna haft gott af uppeldisfræðslu í formi soðinnar ýsu á laugardögum og peningalyktar í hægum norðanáttum. Líklegast er þó að forsöngvararnir viti mæta vel hvað í orðum þeirra felst, en meti von um atkvæði meira en hag þjóðarinnar. Það er plagsiður popúlista um allan heim. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir söng lýðskrumara Það hefur sjaldan þótt til framdráttar að slátra mjólkurkúnni og skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Vissulega á fiskveiðistjórnunarkerfið alltaf að vera í stöðugri endurnýjun líkt og allt annað, en róttækar breytingar og byltingar ættu ekki að vera leiðin til þess. Stjórnvöld þurfa að standa vörð um það umhverfi sem greininni er búið til þess að hún geti þróast og dafnað og megi áfram standa undir velferð landsmanna hér eftir sem hingað til. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir falskan söng lýðskrumaranna, jafnvel þó atkvæði verði í boði. Höfundur skipar 6. sæti á lista framboðs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Tólf ára gamall hóf ég störf í saltfiski í Vestmannaeyjum, þetta var sumarið 1980. Það þótti eðlilegt á þeim tíma enda var nóg um vinnu og allar hendur vantaði á dekk. Þarna lærðum við ungmennin að bera virðingu fyrir vinnunni og því sem ekki var minna um vert, að átta okkur á því hvaðan peningarnir kæmu. Ég hafði svo sem haft um það hugmynd fyrr, enda faðir minn sjómaður og ég þar að auki alinn upp í sjávarþorpi þar sem lyktin úr bræðslunum var alla jafna kölluð peningalykt, og er kölluð það enn í dag. Hagsmunir sjávarútvegs eru hagsmunir okkar allra Upp úr 1980 varð sjávarútvegur minn starfsvettvangur. Vann í landi í sumarstörfum og einn vetur í fiskvinnslu, kynntist síðan sjómennskunni 1986 og starfaði við það næstu tvo áratugina. Ég hef alla tíð verið meðvitaður um tengslin á milli almennrar hagsældar og gengis í sjávarútvegi. Það byrjaði strax við eldhúsborðið í Hrauntúninu um sjö ára aldurinn og hefur orðið mér ljósara með hverjum degi síðan. Framfarir sjávarútvegs skapa hagsæld Frá því um aldamótin 1900 og jafnvel enn fyrr, hefur sjávarútvegurinn verið drifkraftur hagsældar þjóðarinnar sem hefur risið í beinu sambandi við gang mála og framfarir í sjávarútvegi. Með vélbátavæðingunni upp úr 1900 urðu miklar breytingar. Þjóðin kom út úr moldarkofunum, kaupstaðir mynduðust, grunnskólar voru settir á stofn og hið eiginlega menntakerfi varð til. Síldarárin kveiktu líf í landinu og viðskiptatækifæri með fiskafurðir í seinna stríði renndu stoðum undir hið nýstofnaða lýðveldi. Fleira má til telja en vert er að nefna tilkomu kvótakerfisins. Það átti að vera til þess að hefta ásókn í fiskimiðin, en hefur skilað okkur arðbærasta sjávarútvegi heimsins sem er ein styrkasta stoðin undir hagkerfi eins mesta velferðarríkis heimsins, landi tækifæranna. Velgengni sjávarútvegs knýr nýsköpun Ólíkt því sem gerist víðast hvar, þá er sjávarútvegur á Íslandi rekinn án ríkisstyrkja og skilar þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum í formi skattgreiðslna, veiðigjalda og fleira. Auk þess á stór hluti fjármuna, sem almennt eru í umferð hérlendis, á einn eða annan hátt uppruna sinn í sjávarútvegi. Stærstur hluti nýsköpunar hefur orðið til með fjármagni beint úr sjávarútvegi, eða óbeint þar sem aðilar sem selt hafa sig út úr sjávarútvegi hafa fjármagnað slíkt. Sama má segja um stóran hluta ferðaþjónustunnar, menningargeirans og ýmissa fyrirtækja. Kosningakvak um hærri skatta Í aðdraganda kosninga hækkar ætíð rómur þeirra sem telja gæðum heimsins misskipt og þá sérstaklega hvað varðar sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Enn og aftur byrja árásir á sjávarútveginn og gildir þá einu að okkur sem þjóð hafi tekist að ná þeirri öfundsverðu stöðu að skapa þar í senn sjálfbæran og arðbæran atvinnuveg. Þær raddir óma sönginn um að leggja þurfi meiri álögur á greinina, hækka á hana skatta og jafnvel að umbylta henni. Nóg sé til og tími til kominn að færa illa fenginn auðinn í réttar hendur. Forsöngvurum þessa kórs gengur misjafnt til. Flestir þeirra átta sig á að þarna geti verið gott færi til að afla atkvæða og sumir trúa því jafnvel að söngur þeirra sé kórréttur og í takti við raunveruleikann. Sjálfsagt spilar þar sterkt að skattlagning á sjávarútveg er trygg leið til að færa fjármuni frá landsbyggðunum yfir á höfuðborgarsvæðið og því vænleg leið að ná til fjöldans. Verndum það sem vel er gert Söngur þessi er fjarri mínum hugmyndum um aðgerðir í þjóðarþágu og í mínum huga deginum ljósara að þær munu skerða möguleika greinarinnar á að standa áfram undir hagsæld þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að horfa upp á atkvæðaveiðara svífast einskis í leit sinni að fleiri atkvæðum sér til handa. Þeir vita sem er, hvað er í húfi, en eru tilbúnir að leggja hag þjóðarinnar að veði gegn því að auka líkurnar á aðkomu sinni að stjórn þjóðarskútunnar. Plagsiður popúlista Popúlistaflokkar spretta nú upp sem aldrei fyrr og hafa það flestir á stefnuskránni að færa hin illa fengnu auðæfi spilltra sægreifa til þjóðarinnar. Hugsanlega hefðu þeir sem þessum söng stjórna haft gott af uppeldisfræðslu í formi soðinnar ýsu á laugardögum og peningalyktar í hægum norðanáttum. Líklegast er þó að forsöngvararnir viti mæta vel hvað í orðum þeirra felst, en meti von um atkvæði meira en hag þjóðarinnar. Það er plagsiður popúlista um allan heim. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir söng lýðskrumara Það hefur sjaldan þótt til framdráttar að slátra mjólkurkúnni og skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Vissulega á fiskveiðistjórnunarkerfið alltaf að vera í stöðugri endurnýjun líkt og allt annað, en róttækar breytingar og byltingar ættu ekki að vera leiðin til þess. Stjórnvöld þurfa að standa vörð um það umhverfi sem greininni er búið til þess að hún geti þróast og dafnað og megi áfram standa undir velferð landsmanna hér eftir sem hingað til. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir falskan söng lýðskrumaranna, jafnvel þó atkvæði verði í boði. Höfundur skipar 6. sæti á lista framboðs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun