Gefðu framtíðinni tækifæri Hópur ungra frambjóðenda Viðreisnar skrifar 24. september 2021 07:01 Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun