Ég fékk tengdamömmu í heimsókn Hólmfríður Árnadóttir skrifar 21. september 2021 19:01 Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun