Lækkum skattbyrði barnafólks, hækkum skatta á ríkasta 1 prósentið Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. september 2021 12:01 Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Skattar og tollar Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar