„Það skiptir máli hverjir stjórna“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 20. september 2021 13:00 Vinstri Græn ganga nú til kosninga undir kjörorðinu: „Það skiptir máli hverjir stjórna.“ Það er þakkarvert að VG skuli minna kjósendur á hverju „stjórn“ þeirra á heilbrigðisráðuneytinu hefur skilað á fjórum árum. Ekki alls fyrir löngu gaumgæfði greinarhöfundur þróun biðlista í heilbrigðiskerfinu frá því í október 2017 til dagsins í dag. Skemmst er frá því að segja að biðlistar eftir algengum nauðsynlegum aðgerðum hafa allt að því tvöfaldast skv. upplýsingum á heimasíðu Landlæknis. Þetta á við um liðskiptaaðgerðir augasteinaaðgerðir grindarbotnsaðgerðir uppbyggingu brjósta eftir brjóstnám kransæðaaðgerðir o.fl. Það er vinsælt að skella skuld vegna þessa á Covid en sá faraldur hófst fyrst í lok febrúar 2020 þegar 30 mánuðir voru liðnir af kjörtímabilinu. Fjölgun á biðlistum hefur því sáralítið með Covid að gera en skýrist mest af pólitískri hreintrúarstefnu sem tekin hefur verið fram fyrir þarfir sjúklinga og þjónustu við þá. Fyrir þá sem eru löglærðir gæti verið fróðlegt að bera saman ákvæði sjúklingalaga og þjónustu sem veitt hefur verið sjúklingum á kjörtímabilinu. Pólitíska hreintrúarstefnan birtist í mörgum dapurlegum myndum. Gott dæmi eru biðlista vegna liðskiptaaðgerða. Nær eitt þúsund manns bíða nú eftir slíkum aðgerðum og hefur fjöldinn tvöfaldast síðan í október 2017. Nokkur hópur fólks hefur verið sendur til Svíþjóðar á einkasjúkrahús í slíkar aðgerðir. Sú ráðstöfun kostar allt að þrisvar sinnum meira en ef sambærileg aðgerð væri framkvæmd hjá Klínikinni í Ármúla. Pólitíska hreintrúarstefnan kemur í veg fyrir að sú leið sé farin. Nú er boðað átak með uppbyggingu liðskiptaseturs á Akranesi. Setrið á að taka til starfa í mars á næsta ári og stefnt er að því að þar verði gerðar 430 aðgerðir á ári. Þar til þessi tími kemur mun enn safnast á biðlistana sem til staðar eru og gera verkefnið enn tímafrekara og erfiðara en þarf. Gert er ráð fyrir að rúmar 300 milljónir kosti að koma setrinu á fót. Fyrir þá upphæð hefði verið hægt að gera á milli 250 og 300 liðskiptaaðgerðir á Klínikinni, nú þegar. Það er ekki ókeypis að halda þjáðu fólki á biðlistum svo árum skiptir. Það kostar vinnutap, inntöku verkjalyfja sem hefur margháttuð vandamál í för með sér auk þess sem mestu máli skiptir: Fólk er þjáð og verkjað mánuðum og misserum saman vegna pólitískrar hreintrúarstefnu heilbrigðisráðherrans. Fótspor heilbrigðisráðherrans eru víða sýnileg. Ráðherra hefur lagt til atlögu við frjáls félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir konur sem þurft hafa á brjóstaskimun og leghálssýnatöku að halda. Konur bíða enn milli vonar og ótta vegna klúðurs ráðherrans í málefnum þeirra. Ráðherra reyndi að beygja íslenska Rauða Krossinn á 90 ára afmælisári hans en varð að hverfa frá sem betur fer. Geðhjálp hefur orðið fyrir barðinu á hreintrúarstefnu ráðherrans ásamt S.Á.Á. og fleiri grasrótarsamtökum. Ráðherra hefur lagt stein í götu talmeinafræðinga en bið eftir þjónustu þeirra er óþolandi löng. Ráðherra hefur reynt að sveigja sálfræðiþjónustu að hugmyndafræði sinni með því að reyna að þjappa þjónustunni saman. Loks hafa sjálfstætt starfandi sérfræðingar gefist upp á því að reyna að ná samningi við heilbrigðisráðherra eftir áralangar viðræður sem engu hafa skilað. Svo hatrömm er óbeit VG á sjálfstæðri heilbrigðisþjónustu að þingflokkur þeirra lagði fram frumvarp á líðandi kjörtímabili um að ólöglegt yrði fyrir hið opinbera að gera samninga við aðila í heilbrigðisþjónustu sem greiða sér arð. Verður manni nú hugsað til 75. greinar stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi. Ljóst er að hver sem tekur við heilbrigðisráðuneytinu að loknum kosningum þarf að hefja rústabjörgun. Heilbrigðiskerfið er eins og flakandi sár og plástrar duga ekki. Skipta þarf um stefnu nú þegar. Í miðri óreiðunni er fróðlegt að fylgjast með forystumönnum framsóknar og Sjálfstæðisflokks reyna að þvo hendur sínar af ástandinu. Annar segist hefðu hagað hlutum öðruvísi en hinn leggur áherslu á dýrmæti heilbrigðiskerfisins. Holur hljómur er þetta! Hvern á að blekkja með svona tali? Hvar voru þessir ráðherrar á ríkisstjórnarfundum undanfarin fjögur ár? Eða á maður að trúa því að heilbrigðiskerfið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundum? Þeir hreyfðu allavega ekki mótmælum opinberlega þótt þeir væru þráspurðir. Tökum Vinstri Grænna á heilbrigðisráðuneytinu verður að linna. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstri Græn ganga nú til kosninga undir kjörorðinu: „Það skiptir máli hverjir stjórna.“ Það er þakkarvert að VG skuli minna kjósendur á hverju „stjórn“ þeirra á heilbrigðisráðuneytinu hefur skilað á fjórum árum. Ekki alls fyrir löngu gaumgæfði greinarhöfundur þróun biðlista í heilbrigðiskerfinu frá því í október 2017 til dagsins í dag. Skemmst er frá því að segja að biðlistar eftir algengum nauðsynlegum aðgerðum hafa allt að því tvöfaldast skv. upplýsingum á heimasíðu Landlæknis. Þetta á við um liðskiptaaðgerðir augasteinaaðgerðir grindarbotnsaðgerðir uppbyggingu brjósta eftir brjóstnám kransæðaaðgerðir o.fl. Það er vinsælt að skella skuld vegna þessa á Covid en sá faraldur hófst fyrst í lok febrúar 2020 þegar 30 mánuðir voru liðnir af kjörtímabilinu. Fjölgun á biðlistum hefur því sáralítið með Covid að gera en skýrist mest af pólitískri hreintrúarstefnu sem tekin hefur verið fram fyrir þarfir sjúklinga og þjónustu við þá. Fyrir þá sem eru löglærðir gæti verið fróðlegt að bera saman ákvæði sjúklingalaga og þjónustu sem veitt hefur verið sjúklingum á kjörtímabilinu. Pólitíska hreintrúarstefnan birtist í mörgum dapurlegum myndum. Gott dæmi eru biðlista vegna liðskiptaaðgerða. Nær eitt þúsund manns bíða nú eftir slíkum aðgerðum og hefur fjöldinn tvöfaldast síðan í október 2017. Nokkur hópur fólks hefur verið sendur til Svíþjóðar á einkasjúkrahús í slíkar aðgerðir. Sú ráðstöfun kostar allt að þrisvar sinnum meira en ef sambærileg aðgerð væri framkvæmd hjá Klínikinni í Ármúla. Pólitíska hreintrúarstefnan kemur í veg fyrir að sú leið sé farin. Nú er boðað átak með uppbyggingu liðskiptaseturs á Akranesi. Setrið á að taka til starfa í mars á næsta ári og stefnt er að því að þar verði gerðar 430 aðgerðir á ári. Þar til þessi tími kemur mun enn safnast á biðlistana sem til staðar eru og gera verkefnið enn tímafrekara og erfiðara en þarf. Gert er ráð fyrir að rúmar 300 milljónir kosti að koma setrinu á fót. Fyrir þá upphæð hefði verið hægt að gera á milli 250 og 300 liðskiptaaðgerðir á Klínikinni, nú þegar. Það er ekki ókeypis að halda þjáðu fólki á biðlistum svo árum skiptir. Það kostar vinnutap, inntöku verkjalyfja sem hefur margháttuð vandamál í för með sér auk þess sem mestu máli skiptir: Fólk er þjáð og verkjað mánuðum og misserum saman vegna pólitískrar hreintrúarstefnu heilbrigðisráðherrans. Fótspor heilbrigðisráðherrans eru víða sýnileg. Ráðherra hefur lagt til atlögu við frjáls félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir konur sem þurft hafa á brjóstaskimun og leghálssýnatöku að halda. Konur bíða enn milli vonar og ótta vegna klúðurs ráðherrans í málefnum þeirra. Ráðherra reyndi að beygja íslenska Rauða Krossinn á 90 ára afmælisári hans en varð að hverfa frá sem betur fer. Geðhjálp hefur orðið fyrir barðinu á hreintrúarstefnu ráðherrans ásamt S.Á.Á. og fleiri grasrótarsamtökum. Ráðherra hefur lagt stein í götu talmeinafræðinga en bið eftir þjónustu þeirra er óþolandi löng. Ráðherra hefur reynt að sveigja sálfræðiþjónustu að hugmyndafræði sinni með því að reyna að þjappa þjónustunni saman. Loks hafa sjálfstætt starfandi sérfræðingar gefist upp á því að reyna að ná samningi við heilbrigðisráðherra eftir áralangar viðræður sem engu hafa skilað. Svo hatrömm er óbeit VG á sjálfstæðri heilbrigðisþjónustu að þingflokkur þeirra lagði fram frumvarp á líðandi kjörtímabili um að ólöglegt yrði fyrir hið opinbera að gera samninga við aðila í heilbrigðisþjónustu sem greiða sér arð. Verður manni nú hugsað til 75. greinar stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi. Ljóst er að hver sem tekur við heilbrigðisráðuneytinu að loknum kosningum þarf að hefja rústabjörgun. Heilbrigðiskerfið er eins og flakandi sár og plástrar duga ekki. Skipta þarf um stefnu nú þegar. Í miðri óreiðunni er fróðlegt að fylgjast með forystumönnum framsóknar og Sjálfstæðisflokks reyna að þvo hendur sínar af ástandinu. Annar segist hefðu hagað hlutum öðruvísi en hinn leggur áherslu á dýrmæti heilbrigðiskerfisins. Holur hljómur er þetta! Hvern á að blekkja með svona tali? Hvar voru þessir ráðherrar á ríkisstjórnarfundum undanfarin fjögur ár? Eða á maður að trúa því að heilbrigðiskerfið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundum? Þeir hreyfðu allavega ekki mótmælum opinberlega þótt þeir væru þráspurðir. Tökum Vinstri Grænna á heilbrigðisráðuneytinu verður að linna. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar