Kosningahugleiðing: Hvernig kýs ég þannig að atkvæði mitt breyti einhverju um landstjórnina? Haukur Arnþórsson skrifar 20. september 2021 12:32 Gott stjórnmálafyrirkomulag ætti að setja upp skýra og auðvelda valkosti fyrir kjósendur. Það myndum við kalla þróað stjórnmálakerfi. En því er ekki að heilsa hér á landi. Erfitt er fyrir kjósendur að sjá fyrir hvaða áhrif atkvæði þeirra hafa á landstjórnina og að nokkru leyti er kosið í blindni. Þrennt kemur til: (i) Að ríkisstjórnarflokkarnir eru nánast einráðir á Alþingi, sem þýðir þá að stjórnarandstaðan er valdalítil eða valdalaus, (ii) að flokkarnir mynda ekki kosningablokkir fyrir kosningar, þannig að kjósendur sjái fyrir sér valkosti í ríkisstjórnarmynstri, (iii) og að kosningakerfið getur valdið því að atkvæði nýtist allt öðrum en til stóð. Lítum á þetta. Ofurvald ríkisstjórnar Ríkisstjórnarflokkarnir eru allt að því einráðir á þingi. Það þýðir samt ekki að þingið sé valdalaust því ríkisstjórnarflokkarnir þurfa að samþykkja öll frumvörp áður en þau koma fram og getur verið erfitt að koma máli í gegnum samstarfsflokk – reyndar á öllum stigum málsins, því niðurskurður mála á sér ekki aðeins stað fyrir framlagningu, heldur líka í þinglok þegar samið er um hvaða mál verða að lögum. Kjósandi sem kýs stjórnarandstöðuflokk hefur gert atkvæði sitt nánast áhrifalaust. Þúsundir kjósenda kusu Flokk fólksins 2017, og hann er sennilega öflugasti málsvari öryrkja og aldraða sem starfað hefur á Alþingi, en staða þeirra hópa batnaði ekki, heldur versnaði hún hlutfallslega gagnvart öðrum hópum á kjörtímabilinu – af því að atkvæði þeirra rann til flokks utan stjórnar, algerlega áhrifalauss flokks. Af þessum ástæðum var yfirlýsing Gunnars Smára Egilssonar um að engin vinstri stjórn yrði mynduð án Sósíalistaflokksins mjög mikilvæg – þannig segir hann að atkvæði greitt sósíalistum verði ekki áhrifalaust. [Andstætt þessu er svo danska módelið, sem ég hef oft skrifað um, það gerir stjórnarandstöðuflokka ekki áhrifalausa, heldur geta þeir unnið að framgangi hugmynda sinna.] Svo spurningin er: Verður maður virkilega að sjá fyrir hvaða stjórnarmynstur verði til að atkvæði manns hafi áhrif? Svarið er já. Ríkisstjórnarmynstur fyrir kosningar Óvissan stafar ekki síst af því að stjórnarmyndun á sér algerlega stað eftir kosningar. Allir flokkar ganga (með fáum undantekningum) óbundnir til kosninga og geta gert það sem þeim sýnist að þeim loknum. Ekki eru myndaðar kosningablokkir sem samið hafa sín í milli um málefni sem síðan verður lögð áhersla á í nýrri ríkisstjórn. Þetta veikir möguleika kjósenda mikið til að hafa áhrif með atkvæði sínu. Kjósandinn velur ekki ríkisstjórnarmynstur og velur ekki flokk innan kosningablokkar til að styrkja ákveðin sjónarmið í nýrri ríkisstjórn. Þannig getur enginn kjósandi sagt með fullri vissu: ég kaus og styrkti stöðu vinstri sjónarmiða eða ég kaus til hægri – ég kaus framfarir og breytingar eða ég kaus kyrrstöðu – af því að allir flokkar geta að loknum kosningum gengið til annars stjórnarsamstarfs en kjósendur þeirra ætluðust til með atkvæði sínu. Gallað kosningakerfi Kosningakerfið getur líka gert kjósendum erfitt fyrir. Atkvæði greitt flokki í því skyni að koma manni í baráttusæti að – segjum að femínisti í Kópavogi vilji koma ungri framsækinni konu að – getur leitt til þess að eldri karl á Austfjörðum, sem hugsar ekki um neitt annað en fisk, komist að. Þá hefur hinn hái þröskuldur til að ná inn uppbótarþingmönnum líka áhrif. Atkvæði greitt litlum flokkum getur verið, ekki aðeins greitt áhrifalausum flokki á þingi, er ekki aðeins kastað á glæ – heldur getur það komið andstæðingi flokksins sem kosinn var, í ríkisstjórn. Staðan er þannig nú að atkvæðafjöldi Flokks fólksins og Miðflokksins mun líklega ráða því hvernig ríkisstjórn verður. Ef atkvæðin verða færri en 5% þá er líklegt að ríkisstjórnin haldi velli, þá á innan við helmingi atkvæða, en ef flokkarnir koma mönnum að, er hún væntanlega fallinn. Í kosningunum 2013 glötuðust rúmlega 12% atkvæða (um 22 þús. atkvæði) sem runnu til lítilla framboða sem ekki komu mönnum að (vinstri framboða og hægri grænna). Það kom stóru flokkunum til góða þannig að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komust í stjórn með 38 þingmenn, með mjög góðan meirihluta á þingi, en voru með töluvert umfram hlutfall af fylgi. Lokaorð Af þessu þrennu leiðir að kjósandi kýs nokkuð blint. Hann ætlar sér kannski að styrkja heilbrigðiskerfið, bæta kjör öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og námsmanna, styrkja framþróun og sprotafyrirtæki, fella sjávarútvegsstefnuna, styrkja stöðu nýju stjórnarskrárinnar – eða hvað annað – en hann fær enga vissu um að atkvæði hans gagnist málstaðnum svo nokkru nemi. Þetta stjórnmálakerfi gefur stjórnmálamönnunum hámarks völd. Með því að almenningur hefur ekki skýra valkosti er auðvelt að sniðganga hann. Ég ræði nánar um sniðgöngu stjórnmálanna gagnvart vilja almennings í annarri kosningahugleiðingu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar: Um Alþingi: Hver kennir kennaranum, sem kom út 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Gott stjórnmálafyrirkomulag ætti að setja upp skýra og auðvelda valkosti fyrir kjósendur. Það myndum við kalla þróað stjórnmálakerfi. En því er ekki að heilsa hér á landi. Erfitt er fyrir kjósendur að sjá fyrir hvaða áhrif atkvæði þeirra hafa á landstjórnina og að nokkru leyti er kosið í blindni. Þrennt kemur til: (i) Að ríkisstjórnarflokkarnir eru nánast einráðir á Alþingi, sem þýðir þá að stjórnarandstaðan er valdalítil eða valdalaus, (ii) að flokkarnir mynda ekki kosningablokkir fyrir kosningar, þannig að kjósendur sjái fyrir sér valkosti í ríkisstjórnarmynstri, (iii) og að kosningakerfið getur valdið því að atkvæði nýtist allt öðrum en til stóð. Lítum á þetta. Ofurvald ríkisstjórnar Ríkisstjórnarflokkarnir eru allt að því einráðir á þingi. Það þýðir samt ekki að þingið sé valdalaust því ríkisstjórnarflokkarnir þurfa að samþykkja öll frumvörp áður en þau koma fram og getur verið erfitt að koma máli í gegnum samstarfsflokk – reyndar á öllum stigum málsins, því niðurskurður mála á sér ekki aðeins stað fyrir framlagningu, heldur líka í þinglok þegar samið er um hvaða mál verða að lögum. Kjósandi sem kýs stjórnarandstöðuflokk hefur gert atkvæði sitt nánast áhrifalaust. Þúsundir kjósenda kusu Flokk fólksins 2017, og hann er sennilega öflugasti málsvari öryrkja og aldraða sem starfað hefur á Alþingi, en staða þeirra hópa batnaði ekki, heldur versnaði hún hlutfallslega gagnvart öðrum hópum á kjörtímabilinu – af því að atkvæði þeirra rann til flokks utan stjórnar, algerlega áhrifalauss flokks. Af þessum ástæðum var yfirlýsing Gunnars Smára Egilssonar um að engin vinstri stjórn yrði mynduð án Sósíalistaflokksins mjög mikilvæg – þannig segir hann að atkvæði greitt sósíalistum verði ekki áhrifalaust. [Andstætt þessu er svo danska módelið, sem ég hef oft skrifað um, það gerir stjórnarandstöðuflokka ekki áhrifalausa, heldur geta þeir unnið að framgangi hugmynda sinna.] Svo spurningin er: Verður maður virkilega að sjá fyrir hvaða stjórnarmynstur verði til að atkvæði manns hafi áhrif? Svarið er já. Ríkisstjórnarmynstur fyrir kosningar Óvissan stafar ekki síst af því að stjórnarmyndun á sér algerlega stað eftir kosningar. Allir flokkar ganga (með fáum undantekningum) óbundnir til kosninga og geta gert það sem þeim sýnist að þeim loknum. Ekki eru myndaðar kosningablokkir sem samið hafa sín í milli um málefni sem síðan verður lögð áhersla á í nýrri ríkisstjórn. Þetta veikir möguleika kjósenda mikið til að hafa áhrif með atkvæði sínu. Kjósandinn velur ekki ríkisstjórnarmynstur og velur ekki flokk innan kosningablokkar til að styrkja ákveðin sjónarmið í nýrri ríkisstjórn. Þannig getur enginn kjósandi sagt með fullri vissu: ég kaus og styrkti stöðu vinstri sjónarmiða eða ég kaus til hægri – ég kaus framfarir og breytingar eða ég kaus kyrrstöðu – af því að allir flokkar geta að loknum kosningum gengið til annars stjórnarsamstarfs en kjósendur þeirra ætluðust til með atkvæði sínu. Gallað kosningakerfi Kosningakerfið getur líka gert kjósendum erfitt fyrir. Atkvæði greitt flokki í því skyni að koma manni í baráttusæti að – segjum að femínisti í Kópavogi vilji koma ungri framsækinni konu að – getur leitt til þess að eldri karl á Austfjörðum, sem hugsar ekki um neitt annað en fisk, komist að. Þá hefur hinn hái þröskuldur til að ná inn uppbótarþingmönnum líka áhrif. Atkvæði greitt litlum flokkum getur verið, ekki aðeins greitt áhrifalausum flokki á þingi, er ekki aðeins kastað á glæ – heldur getur það komið andstæðingi flokksins sem kosinn var, í ríkisstjórn. Staðan er þannig nú að atkvæðafjöldi Flokks fólksins og Miðflokksins mun líklega ráða því hvernig ríkisstjórn verður. Ef atkvæðin verða færri en 5% þá er líklegt að ríkisstjórnin haldi velli, þá á innan við helmingi atkvæða, en ef flokkarnir koma mönnum að, er hún væntanlega fallinn. Í kosningunum 2013 glötuðust rúmlega 12% atkvæða (um 22 þús. atkvæði) sem runnu til lítilla framboða sem ekki komu mönnum að (vinstri framboða og hægri grænna). Það kom stóru flokkunum til góða þannig að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komust í stjórn með 38 þingmenn, með mjög góðan meirihluta á þingi, en voru með töluvert umfram hlutfall af fylgi. Lokaorð Af þessu þrennu leiðir að kjósandi kýs nokkuð blint. Hann ætlar sér kannski að styrkja heilbrigðiskerfið, bæta kjör öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og námsmanna, styrkja framþróun og sprotafyrirtæki, fella sjávarútvegsstefnuna, styrkja stöðu nýju stjórnarskrárinnar – eða hvað annað – en hann fær enga vissu um að atkvæði hans gagnist málstaðnum svo nokkru nemi. Þetta stjórnmálakerfi gefur stjórnmálamönnunum hámarks völd. Með því að almenningur hefur ekki skýra valkosti er auðvelt að sniðganga hann. Ég ræði nánar um sniðgöngu stjórnmálanna gagnvart vilja almennings í annarri kosningahugleiðingu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og höfundur bókarinnar: Um Alþingi: Hver kennir kennaranum, sem kom út 2019.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar