Lífið

426 fer­metra Sig­valda­hús á Ægi­síðu komið á sölu

Þorgils Jónsson skrifar
Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið á Ægisíðu 80 sem nú er komið á sölu.
Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið á Ægisíðu 80 sem nú er komið á sölu.

Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi og Ottó Guðjónsson lýtalæknir hafa sett Ægisíðu 80 á sölu. Húsið, sem er teiknað af Sigvalda Thordarson og byggt 1958, er 426 fermetrar á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og mögnuðu sjávarútsýni.

Fasteignamat hússins stendur í rúmum 222 milljónum samkvæmt fasteignavef Vísis.

Eins og mörg Sigvaldahús er þetta eitt af þekktustu húsum landsins og er ytra útlit þess friðað.

„Húsið er hannað út í hörgul í fallegum og hreinum stíl,“ segir í lýsingu fasteignarinnar á fasteignavefnum.

Enn fleiri myndir af eigninni má sjá á fasteignavef Vísis.

Stofan er björt og rúmgóð.
Magnað sjávarútsýni er af svölunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×