Virðing Georg Eiður Arnarson skrifar 19. september 2021 07:01 Alveg frá því að ég steig mín fyrstu skerf sem trillusjómaður og horfði á og lærði, hvernig þeir eldri báru sig að og lærði bæði meðferð veiðarfæra og eins á miðin í kring um Vestmanneyjar, þá hef ég alltaf litið upp til manna sem kunnu þetta eins og lófan á sér. Margir eru farnir en lifa þó í minningunni. Oft verður mér hugsað til besta vinar míns, en sú saga er reyndar ekki alveg búin. En það er eitt að horfa af virðingu og aðdáun á þá sem á undan hafa gengið, hin hliðin er sú, sem því miður blasir við okkur í Íslensku samfélagi í dag og er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég ákvað að taka þátt í framboði með Flokki fólksins. Að undanförnu hef ég bæði heyrt og lesið af frásögnum hjá eldri borgurum sem lifa nánast á hungurmörkunum og þegar maður horfir á þessar hörmungar bætur, sem allt of margir þurfa að lifa á í dag, þá einfaldlega stendur mér ekki á sama. Fólk sem þarf að lifa kannski eitt á kannski rétt liðlega 200 þúsund krónum í landi þar sem þeir hæst launuðu greiða sér tugi milljóna í mánaðarlaun og maður eiginlega skilur ekki hvernig stendur á þessu. Að undanförnu hef ég líka heyrt í fólki, sem er við það að detta út af vinnumarkaði og kvíðir fyrir því að þurfa á lifa á strípuðum bótum og svo eru það aftur þeir, sem hafa kannski lungan af ævinni lifað sem öryrkjar og eiga kannski engin eða lítil lífeyrisréttindi. Einnig fólk sem kannski var út af t.d. uppeldi barna heimavinnandi, meðan fyrirvinnan var kannski úti á sjó og svo skyndilega fellur fyrirvinnan kannski frá og eftir situr húsmóðirin með aðeins rétt á 80% af lífeyrissjóðsgreiðslum fyrirvinnunnar og aðeins í 1,5 ár. Og hvað svo? Dæmt til sárrar fátæktar. En þessu ætlum við í Flokki fólksins að breyta þannig að makinn erfi full lífeyrisréttindi þess sem fellur frá. En svo er aftur öll þessi elli- og hjúkrunarheimili þar sem, í sumum tilvikum, launin eru svo lág að aðeins fæst erlent vinnuafl sem jafnvel, í sumum tilvikum, skilur ekki orð í íslensku og íbúarnir eiga því mjög erfitt stundum að tala við, eða gera sig skiljanlega um hvað ami að. Að maður tali nú ekki um þetta svokallaða dagpeninga fyrirkomulag, sem er fyrir mér alveg óskiljanlegt. Nú á ég aðeins liðlega 3 ár í sextugt og ég neita því ekki að ég er aðeins farinn að kvíða því að verða fullorðinn. En þannig á það ekki að vera. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að bæta það. Höfum það öll í huga, að sem betur fer verðum við flest öll einhvern tímann fullorðin og það eina, sem við þurfum að gera til þess að tryggja afkomu okkar á fullorðinsárum er að setja x við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Alveg frá því að ég steig mín fyrstu skerf sem trillusjómaður og horfði á og lærði, hvernig þeir eldri báru sig að og lærði bæði meðferð veiðarfæra og eins á miðin í kring um Vestmanneyjar, þá hef ég alltaf litið upp til manna sem kunnu þetta eins og lófan á sér. Margir eru farnir en lifa þó í minningunni. Oft verður mér hugsað til besta vinar míns, en sú saga er reyndar ekki alveg búin. En það er eitt að horfa af virðingu og aðdáun á þá sem á undan hafa gengið, hin hliðin er sú, sem því miður blasir við okkur í Íslensku samfélagi í dag og er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég ákvað að taka þátt í framboði með Flokki fólksins. Að undanförnu hef ég bæði heyrt og lesið af frásögnum hjá eldri borgurum sem lifa nánast á hungurmörkunum og þegar maður horfir á þessar hörmungar bætur, sem allt of margir þurfa að lifa á í dag, þá einfaldlega stendur mér ekki á sama. Fólk sem þarf að lifa kannski eitt á kannski rétt liðlega 200 þúsund krónum í landi þar sem þeir hæst launuðu greiða sér tugi milljóna í mánaðarlaun og maður eiginlega skilur ekki hvernig stendur á þessu. Að undanförnu hef ég líka heyrt í fólki, sem er við það að detta út af vinnumarkaði og kvíðir fyrir því að þurfa á lifa á strípuðum bótum og svo eru það aftur þeir, sem hafa kannski lungan af ævinni lifað sem öryrkjar og eiga kannski engin eða lítil lífeyrisréttindi. Einnig fólk sem kannski var út af t.d. uppeldi barna heimavinnandi, meðan fyrirvinnan var kannski úti á sjó og svo skyndilega fellur fyrirvinnan kannski frá og eftir situr húsmóðirin með aðeins rétt á 80% af lífeyrissjóðsgreiðslum fyrirvinnunnar og aðeins í 1,5 ár. Og hvað svo? Dæmt til sárrar fátæktar. En þessu ætlum við í Flokki fólksins að breyta þannig að makinn erfi full lífeyrisréttindi þess sem fellur frá. En svo er aftur öll þessi elli- og hjúkrunarheimili þar sem, í sumum tilvikum, launin eru svo lág að aðeins fæst erlent vinnuafl sem jafnvel, í sumum tilvikum, skilur ekki orð í íslensku og íbúarnir eiga því mjög erfitt stundum að tala við, eða gera sig skiljanlega um hvað ami að. Að maður tali nú ekki um þetta svokallaða dagpeninga fyrirkomulag, sem er fyrir mér alveg óskiljanlegt. Nú á ég aðeins liðlega 3 ár í sextugt og ég neita því ekki að ég er aðeins farinn að kvíða því að verða fullorðinn. En þannig á það ekki að vera. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að bæta það. Höfum það öll í huga, að sem betur fer verðum við flest öll einhvern tímann fullorðin og það eina, sem við þurfum að gera til þess að tryggja afkomu okkar á fullorðinsárum er að setja x við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar