Skammastu þín Guðni Ágústsson! Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. september 2021 15:00 Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun