Hvernig allt á að verða betra Elín Anna Gísladóttir skrifar 18. september 2021 12:00 Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra? Ég hef reynt að svara þessu eins og best verður á kosið hverju sinni. En staðreyndin er sú að það er enginn sem getur gert alla hluti betri. Ef að fólk er að kjósa eftir því prinsippi þá er það að kjósa eftir svarthvítri hugsun. Mögulega jafnvel popúlískri. Það er nefnilega staðreynd að sama hvað við stjórnmálamenn keppumst við að lofa þá getum við í raun og veru ekki lofað miklu. Þegar á hólminn er komið þá erum við 63, með mismunandi skoðanir, þurfum að finna leið til að mynda meirihluta þar sem oft þarf að gefa eftir ýmis málefni og svo líður tíminn og verkfærin virðast vera ansi mörg til þess að toga og teygja mál og halda þeim í gíslingu svo mánuðum eða jafnvel árum skipti. Ég held að nálgun fólks ætti frekar að vera sú að kjósa flokka eftir því hvaða gildum það samsamar sig við. Viltu frjálslyndi? Íhaldssemi? Viltu jafnaðarstefnu? Viltu kapítalisma? Viltu að áherslan sé á umhverfismál? Viltu að áherslan sé á jafnrétti? Viltu sjá stjórnmálafólk sem rífst og skammast eða viltu stjórnmálafólk sem hefur það prinsipp að fara í málefnin en ekki manninn og bera virðingu fyrir öðrum? Skoðanir eru mikilvægar og það skiptir máli að raddir allra heyrist. Ég hvet fólk til þess að kynna sér listana, kynna sér fólkið og kynna sér málefnin. En fyrst og fremst hvet ég fólk til þess að greina hjá sjálfu sér hvað það raunverulega vill. Hverjar eru þínar væntingar til samfélagsins? Þegar þú veist það þá fyrst ertu að kjósa eftir eigin sannfæringu. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun