Endurkomuleið öryrkja í landi tækifæranna Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 17. september 2021 16:30 Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun