Samgönguáskorun Sigurður Ingi Friðleifsson og Guðmundur Haukur Sigurðsson skrifa 17. september 2021 15:30 Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun