Ferðalög Íslendinga taka við sér Eiður Þór Árnason skrifar 16. september 2021 13:36 Tenerife er sem fyrr vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Getty Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning. Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning.
Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira