Nýbakaður afi með fjölskylduna í forgangi: Róar mig að vita að ég skil við ÍBV á betri stað Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:32 Helgi Sigurðsson hefur nú stýrt bæði Fylki og ÍBV upp í efstu deild á þeim fimm árum sem hann hefur starfað sem þjálfari. „Þetta er algjörlega að mínu frumkvæði. Oftar en ekki er þetta í hina áttina og þess vegna er þetta kannski svolítið skrýtið. En ég færist með þessu nær fjölskyldunni og það er það sem skiptir mig mestu máli,“ segir Helgi Sigurðsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“ Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“
Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira