Virkjum samtakamáttinn til að bjarga Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Eyjólfur Eysteinsson skrifar 16. september 2021 09:00 Þegar að við Suðurnesjamenn höfum staðið saman þá höfum við náð fram mörgum góðum málum til eflingar samfélags okkar sem aukið hefur atvinnu, þjónustu við sjúka og menntun unga fólksins. Menntun í heimabyggð var efld með stofnun Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1974. Sveitarfélögin stóðu að framtakinu í samstarfi við ríkið. Af mikilli framsýni var virkjað í Svartsengi og Hitaveitu Suðurnesja var komið á með forystu og frumkvæði okkar Suðurnesjamanna í samvinnu við ríkið. Bylting varð þegar að heitu vatn var komið inn á öll heimili frá virkjun okkar í Svartsengi. Þessi framfaramál náðust fram með samvinnu og samstöðu sveitarstjórna á Reykjanesskaganum. Hafin var bygging Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs að frumkvæði sveitarfélaga á Suðurnesjum á árinu 1954 og heilsugæslu komið á fót árið 1974 til bráðabirgða í leiguhúsnæði. Árið 1973 var gerð áætlun um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum í samræmi við lög um umdæmissjúkrahús utan Reykjavíkur og Akureyrar. Yfirlæknir sjúkrahússins Kristján Sigurðsson, Sigurður S. Magnússon prófessor í kvensjúkdómum, fæðingarlæknir, starfsmenn sjúkrahússins og stjórn sjúkrahússins fylgdu málinu eftir en stjórnin var skipuð fulltrúum þáverandi sveitarfélaga á Suðurnesjum; Voga, Grindavík, Hafna, Njarðvík, Keflavík, Garði og Sandgerði. Áætlunin gekk eftir. Árið 1981 var lokið við fæðingardeild í B-álmu sjúkrahússins sem jók öryggi barna og verðandi mæðra. Næst var Heilsugæslustöð, C-álma, byggð við sjúkrahúsið árið 1984. Móttaka lækna var skipulögð í Vogum, Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ. Heilsugæslustöð var byggð í Grindavík. Lokið var að fullu við byggingu D-álmu sjúkrahússins árið 2004. Gert var ráð fyrir sjúkradeild (skurðstofu) á þriðju hæð og 30 rúma legudeild á annarri hæð en stoðdeildum á fyrstu hæð. Sterkari heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Þegar þetta er skrifað á haustdögum 2021 vantar mikið á að HSS þjóni tilgangi sínum eins og áætlað var og lög gerðu ráð fyrir. Er nú svo komið að það verður að endurreisa sjúkradeild (skurðdeild) HSS en nú eru sjúklingar fluttir til Reykjavíkur til aðgerða sem áður var hægt að sinna á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ. Þá verður að fjölga hjúkrunarfræðingum og sérfræðilæknum við sjúkrahúsið. Stefna verður að því að nýta betur fæðingardeild HSS en miklar breytingar hafa orðið á rekstri hennar. Fæðingum hefur fækkað frá því sem áður var en þær voru rúmlega 200 árlega fyrir 2004 en eru nú á seinni árum um 100 á hverju ári. Til þess að skapa fæðandi konum og börnum aukið öryggi verður fæðingalæknir, svæfingalæknir og skurðlæknir að starfa við sjúkrahúsið. Nauðsynlegt er að bæta bráða- og slysamóttöku við sjúkrahúsið og styrkja sérstaklega vegna mikillar fjölgunar íbúa á Suðurnesjum og aukinnar umferðar á Keflavíkurflugvelli. Fjölga verður læknum og ráða heimilislækna á heilsugæslustöðina og fjölga hjúkrunarfræðingum. Bæta verður viðveru lækna og móttöku þeirra á sjúklingum að deginum til. Auka verður þjónustuna frá því sem nú er við íbúa í Suðurnesbæ og Vogum með viðverðu heimilislækna og hjúkrunarfræðinga í heimabyggð. Íbúum hefur fjölgar mikið á Suðurnesjum og því eðlilegt að auka þjónustuna enda var í upphafi gert ráð fyrir að þjónusta heilsugæslu væri skipulögð víðar en í Reykjanesbæ. Byggjum upp en skerum ekki niður Nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem gerir ráð fyrir niðurskurði næstu árin, eykur ekki líkurnar auknum fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nýja ríkistjórn þarf til þess að svo verði. Undanfarin ár hefur staðan verið sú að fjárframlög ríkisins til heilbrigðismála á Suðurnesjum hafa ekki jafnast á við framlög ríkisins til annarra heilbrigðisumdæma. Enn og aftur höfum við verið sniðgengin hér á Suðurnesjum, aftur og aftur vitlaust gefið. Okkur frambjóðendum Samfylkingarinnar er staðan ljós og vitum að til þess að bæta ástandið og tryggja Suðurnesjamönnum góða heilbrigðisþjónustu þarf að stórauka fjármagn til HSS, bæta húsnæði og starfsaðstöðu, styrkja stofnunina faglega og fjölga heilbrigðisstarfsfólki til muna. Heimamenn þurfa beinan aðgang að HSS Nú þurfum við Suðurnesjamenn að spyrja okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að stjórnvöld leggi niður heilbrigðisþjónustuna á Suðurnesjum eins og hún var skipulögð í samræmi við lög og byggð upp af elju okkar og samtakamætti eða hvort við viljum spyrna við og kjósa þá sem ætla að byggja innviðina upp. Auknu fjármagni þarf einnig að fylgja að sveitarfélögin, kjörnir fulltrúar okkar í heimabyggð sem vita hvar skóinn kreppir og hvar þarf helst að bregðast við, fái aftur beinan aðgang að málefnum sjúkrahússins okkar. Sagan sýnir að með framsýni og samtakamætti hefur okkur Suðurnesjamönnum tekist að skapa okkur umhverfi sem gerði líf okkar betra. Virkjum þann samtakamátt til þess að bjarga Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – setjum X við S á kjördag 25. september. Höfundur er formaður Öldungaráðs Suðurnesja og skipar 20. sæti S-listans í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar að við Suðurnesjamenn höfum staðið saman þá höfum við náð fram mörgum góðum málum til eflingar samfélags okkar sem aukið hefur atvinnu, þjónustu við sjúka og menntun unga fólksins. Menntun í heimabyggð var efld með stofnun Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1974. Sveitarfélögin stóðu að framtakinu í samstarfi við ríkið. Af mikilli framsýni var virkjað í Svartsengi og Hitaveitu Suðurnesja var komið á með forystu og frumkvæði okkar Suðurnesjamanna í samvinnu við ríkið. Bylting varð þegar að heitu vatn var komið inn á öll heimili frá virkjun okkar í Svartsengi. Þessi framfaramál náðust fram með samvinnu og samstöðu sveitarstjórna á Reykjanesskaganum. Hafin var bygging Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs að frumkvæði sveitarfélaga á Suðurnesjum á árinu 1954 og heilsugæslu komið á fót árið 1974 til bráðabirgða í leiguhúsnæði. Árið 1973 var gerð áætlun um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum í samræmi við lög um umdæmissjúkrahús utan Reykjavíkur og Akureyrar. Yfirlæknir sjúkrahússins Kristján Sigurðsson, Sigurður S. Magnússon prófessor í kvensjúkdómum, fæðingarlæknir, starfsmenn sjúkrahússins og stjórn sjúkrahússins fylgdu málinu eftir en stjórnin var skipuð fulltrúum þáverandi sveitarfélaga á Suðurnesjum; Voga, Grindavík, Hafna, Njarðvík, Keflavík, Garði og Sandgerði. Áætlunin gekk eftir. Árið 1981 var lokið við fæðingardeild í B-álmu sjúkrahússins sem jók öryggi barna og verðandi mæðra. Næst var Heilsugæslustöð, C-álma, byggð við sjúkrahúsið árið 1984. Móttaka lækna var skipulögð í Vogum, Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ. Heilsugæslustöð var byggð í Grindavík. Lokið var að fullu við byggingu D-álmu sjúkrahússins árið 2004. Gert var ráð fyrir sjúkradeild (skurðstofu) á þriðju hæð og 30 rúma legudeild á annarri hæð en stoðdeildum á fyrstu hæð. Sterkari heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Þegar þetta er skrifað á haustdögum 2021 vantar mikið á að HSS þjóni tilgangi sínum eins og áætlað var og lög gerðu ráð fyrir. Er nú svo komið að það verður að endurreisa sjúkradeild (skurðdeild) HSS en nú eru sjúklingar fluttir til Reykjavíkur til aðgerða sem áður var hægt að sinna á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ. Þá verður að fjölga hjúkrunarfræðingum og sérfræðilæknum við sjúkrahúsið. Stefna verður að því að nýta betur fæðingardeild HSS en miklar breytingar hafa orðið á rekstri hennar. Fæðingum hefur fækkað frá því sem áður var en þær voru rúmlega 200 árlega fyrir 2004 en eru nú á seinni árum um 100 á hverju ári. Til þess að skapa fæðandi konum og börnum aukið öryggi verður fæðingalæknir, svæfingalæknir og skurðlæknir að starfa við sjúkrahúsið. Nauðsynlegt er að bæta bráða- og slysamóttöku við sjúkrahúsið og styrkja sérstaklega vegna mikillar fjölgunar íbúa á Suðurnesjum og aukinnar umferðar á Keflavíkurflugvelli. Fjölga verður læknum og ráða heimilislækna á heilsugæslustöðina og fjölga hjúkrunarfræðingum. Bæta verður viðveru lækna og móttöku þeirra á sjúklingum að deginum til. Auka verður þjónustuna frá því sem nú er við íbúa í Suðurnesbæ og Vogum með viðverðu heimilislækna og hjúkrunarfræðinga í heimabyggð. Íbúum hefur fjölgar mikið á Suðurnesjum og því eðlilegt að auka þjónustuna enda var í upphafi gert ráð fyrir að þjónusta heilsugæslu væri skipulögð víðar en í Reykjanesbæ. Byggjum upp en skerum ekki niður Nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem gerir ráð fyrir niðurskurði næstu árin, eykur ekki líkurnar auknum fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nýja ríkistjórn þarf til þess að svo verði. Undanfarin ár hefur staðan verið sú að fjárframlög ríkisins til heilbrigðismála á Suðurnesjum hafa ekki jafnast á við framlög ríkisins til annarra heilbrigðisumdæma. Enn og aftur höfum við verið sniðgengin hér á Suðurnesjum, aftur og aftur vitlaust gefið. Okkur frambjóðendum Samfylkingarinnar er staðan ljós og vitum að til þess að bæta ástandið og tryggja Suðurnesjamönnum góða heilbrigðisþjónustu þarf að stórauka fjármagn til HSS, bæta húsnæði og starfsaðstöðu, styrkja stofnunina faglega og fjölga heilbrigðisstarfsfólki til muna. Heimamenn þurfa beinan aðgang að HSS Nú þurfum við Suðurnesjamenn að spyrja okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að stjórnvöld leggi niður heilbrigðisþjónustuna á Suðurnesjum eins og hún var skipulögð í samræmi við lög og byggð upp af elju okkar og samtakamætti eða hvort við viljum spyrna við og kjósa þá sem ætla að byggja innviðina upp. Auknu fjármagni þarf einnig að fylgja að sveitarfélögin, kjörnir fulltrúar okkar í heimabyggð sem vita hvar skóinn kreppir og hvar þarf helst að bregðast við, fái aftur beinan aðgang að málefnum sjúkrahússins okkar. Sagan sýnir að með framsýni og samtakamætti hefur okkur Suðurnesjamönnum tekist að skapa okkur umhverfi sem gerði líf okkar betra. Virkjum þann samtakamátt til þess að bjarga Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – setjum X við S á kjördag 25. september. Höfundur er formaður Öldungaráðs Suðurnesja og skipar 20. sæti S-listans í Suðurkjördæmi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun