ÍBV liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi eftir 3-2 sigur á Þrótti úti í Vestmannaeyjum.
Samkvæmt fréttinni á heimasíðu ÍBV þá bað Helgi sjálfur um að hætta með Eyjaliðið.
Helgi stýrði liðinu í tvö tímabil en liðinu tókst ekki að komast upp í fyrra. Eyjamenn bættu úr því í sumar þar sem þeir hafa unnið fjórtán af tuttugu leikjum og eru með 44 stig og 39 mörk í þessum tuttugu leikjum.
Helgi þjálfaði áður Fylki og kom þeim upp í Pepsi deildina sumarið 2017.