Lífseigar mýtur um fátækt Vilborg Oddsdóttir skrifar 14. september 2021 13:30 Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar