Lífeyrissjóðssukk Rúnar Gunnarsson skrifar 8. september 2021 17:00 Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lífeyrissjóðir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun