Umhverfisstofnun varar við áhrifum innkirtlatruflandi efna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 09:44 Munu sáðfrumur deyja út með notkun innkirtlatruflandi efna? Verða sáðfrumur í karlmönnum horfnar eftir 20 ár? spyr Umhverfisstofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem fjallað er um innkirtlatruflandi efni í umhverfinu. „Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér. Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér.
Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira