Íslenskur iðnaður verði sá grænasti í heimi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. september 2021 08:01 Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur iðnaður stendur vel að vígi, bæði vegna tækifæra til orkuskipta og á grundvelli fyrri árangurs. Þar má nefna sjávarútveginn sem hefur dregið verulega úr losun með stórbættri orkunýtni og stóriðjuna sem er með eitt lægsta kolefnisspor á alþjóðavísu þökk sé endurnýjanlegri orkunni sem hún nýtir. Það er þó ekki nóg. Viðreisn vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Það tekst ekki nema íslenskur iðnaður taki stór skref og sé þáttakandi í breytingunum. Til þess að svo verði þarf skýr markmið stjórnvalda um losun í hverri atvinnugrein, græna hvata til að þau raungerist og samráð við atvinnulífið til að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin. Þetta nær til allrar losunar á Íslandi, óháð því hvort hún er er á beinni ábyrgð Íslands (t.d. sjávarútvegur) eða falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (t.d. stóriðja). Íslenskur sjávarútvegur verði sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi Sjávarútvegurinn á Íslandi er í dauðafæri til að verða fyrirmynd á heimsvísu með því að verða sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi. Hann hefur sýnt að aukinni verðmætasköpun þarf ekki að fylgja aukin losun gróðurhúsalofttegunda. Það hefur tekist m.a. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og tilkomu orkunýtnari skipa. Nú þarf að klára dæmið og hætta allri mengandi losun. Losun sjávarútvegsins hverfur ekki fyrr en skipin hætta að nota jarðefnaeldsneyti og nota í stað þess grænt eldsneyti sem telst endurnýjanlegt. Tæknin er nánast tilbúin og hefur danski flutningsrisinn Maersk t.d. tilkynnt að árið 2023 muni fyrsta kolefnishlutlausa stórskipið þeirra komast í gagnið. Slík skip verða knúin grænu eldsneyti á borð við metanól eða ammoníak sem vel má framleiða á Íslandi með okkar endurnýjanlegu raforku. Þannig hættum við umfram losun og aukum orkusjálfstæði Íslands. Viðreisn leggur til að sett verði markmið um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030 og spilar sjávarútvegurinn þar lykilhlutverk. Til að svo megi verða þarf átak. Sjávarútvegurinn þarf að setja gríðarlegan kraft í nýsköpun og hefja umbreytingu skipaflotans. Á sama tíma þurfa stjórnvöld að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða og nægt framboð grænnar raforku til að framleiða megi grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Græn raforka er ekki lengur nóg fyrir alþjóðlega stóriðju Grænt forskot íslenskrar stóriðju hefur hingað til fyrst og fremst falist í nýtingu raforku sem nánast engin losun fylgir. Til að halda því forskoti ætti hún að hafa metnað fyrir því að vera sú fyrsta sem framleiðir sína vöru án nokkurrar losunar. Það mætti gera með því að breyta framleiðsluferlum (t.d. kolefnishlutlaus álframleiðsla með óvirkum rafskautum) eða fanga kolefnislosun til að nýta eða farga (t.d. Carbfix aðferðin). Kolefnishlutleysi er stóra tækifæri stóriðjunnar hér á landi enda mun kolefnishlutlaus iðnaður hafa gríðarlegt samkeppnisforskot í heiminum á komandi árum. Lausnirnar sem þarf til eru í stöðugri þróun og tækifærin bíða eftir því að verða sótt. Viðreisn mun beita sér fyrir því að stóriðja minnki losun. Þar á að beita grænum hvötum, stuðningi við nýsköpun og kröfu um að hvert fyrirtæki sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir birti markmið um kolefnishlutleysi og samfylgjandi aðgerðaáætlun. Viðreisn er tilbúin í slaginn við loftslagsvána. Það sem meira er – við þekkjum lausnirnar og þorum að taka stór skref strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaður sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda á ekkert erindi á 21. öldinni. Hann verður að hætta að losa eða hætta í rekstri. Raunveruleikinn er ekki flóknari en þetta. Útfærslan getur hins vegar verið ýmis konar, hröð eða hæg, almenn eða sértæk. Gleðitíðindin eru þau að íslenskur iðnaður stendur vel að vígi, bæði vegna tækifæra til orkuskipta og á grundvelli fyrri árangurs. Þar má nefna sjávarútveginn sem hefur dregið verulega úr losun með stórbættri orkunýtni og stóriðjuna sem er með eitt lægsta kolefnisspor á alþjóðavísu þökk sé endurnýjanlegri orkunni sem hún nýtir. Það er þó ekki nóg. Viðreisn vill að Ísland verði kolefnishlutlaust og laust við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Það tekst ekki nema íslenskur iðnaður taki stór skref og sé þáttakandi í breytingunum. Til þess að svo verði þarf skýr markmið stjórnvalda um losun í hverri atvinnugrein, græna hvata til að þau raungerist og samráð við atvinnulífið til að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin. Þetta nær til allrar losunar á Íslandi, óháð því hvort hún er er á beinni ábyrgð Íslands (t.d. sjávarútvegur) eða falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (t.d. stóriðja). Íslenskur sjávarútvegur verði sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi Sjávarútvegurinn á Íslandi er í dauðafæri til að verða fyrirmynd á heimsvísu með því að verða sá fyrsti til að ná kolefnishlutleysi. Hann hefur sýnt að aukinni verðmætasköpun þarf ekki að fylgja aukin losun gróðurhúsalofttegunda. Það hefur tekist m.a. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og tilkomu orkunýtnari skipa. Nú þarf að klára dæmið og hætta allri mengandi losun. Losun sjávarútvegsins hverfur ekki fyrr en skipin hætta að nota jarðefnaeldsneyti og nota í stað þess grænt eldsneyti sem telst endurnýjanlegt. Tæknin er nánast tilbúin og hefur danski flutningsrisinn Maersk t.d. tilkynnt að árið 2023 muni fyrsta kolefnishlutlausa stórskipið þeirra komast í gagnið. Slík skip verða knúin grænu eldsneyti á borð við metanól eða ammoníak sem vel má framleiða á Íslandi með okkar endurnýjanlegu raforku. Þannig hættum við umfram losun og aukum orkusjálfstæði Íslands. Viðreisn leggur til að sett verði markmið um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030 og spilar sjávarútvegurinn þar lykilhlutverk. Til að svo megi verða þarf átak. Sjávarútvegurinn þarf að setja gríðarlegan kraft í nýsköpun og hefja umbreytingu skipaflotans. Á sama tíma þurfa stjórnvöld að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða og nægt framboð grænnar raforku til að framleiða megi grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Græn raforka er ekki lengur nóg fyrir alþjóðlega stóriðju Grænt forskot íslenskrar stóriðju hefur hingað til fyrst og fremst falist í nýtingu raforku sem nánast engin losun fylgir. Til að halda því forskoti ætti hún að hafa metnað fyrir því að vera sú fyrsta sem framleiðir sína vöru án nokkurrar losunar. Það mætti gera með því að breyta framleiðsluferlum (t.d. kolefnishlutlaus álframleiðsla með óvirkum rafskautum) eða fanga kolefnislosun til að nýta eða farga (t.d. Carbfix aðferðin). Kolefnishlutleysi er stóra tækifæri stóriðjunnar hér á landi enda mun kolefnishlutlaus iðnaður hafa gríðarlegt samkeppnisforskot í heiminum á komandi árum. Lausnirnar sem þarf til eru í stöðugri þróun og tækifærin bíða eftir því að verða sótt. Viðreisn mun beita sér fyrir því að stóriðja minnki losun. Þar á að beita grænum hvötum, stuðningi við nýsköpun og kröfu um að hvert fyrirtæki sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir birti markmið um kolefnishlutleysi og samfylgjandi aðgerðaáætlun. Viðreisn er tilbúin í slaginn við loftslagsvána. Það sem meira er – við þekkjum lausnirnar og þorum að taka stór skref strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar