„Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2021 08:31 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að framtíð íslenska fótboltans sé björt. Mynd/skjáskot Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Grikkjum í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í dag. Davíð Snorri Jónasson segir að gríska liðið sé erfitt að eiga við, en að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
„Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira