Kosningar, verðmætin í hafinu og hvað við getum gert betur Arnar Atlason skrifar 6. september 2021 12:00 Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun