Einstaklingar með ofurkrafta Hólmfríður Árnadóttir skrifar 4. september 2021 07:00 Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun