Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands gagnrýnir rasíska landa sína harðlega Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:30 Németh fór víða á þjálfaraferli sínum og stýrði meðal annars enska landsliðinu frá 1994 til 2004. Stephen Pond/EMPICS via Getty Images László Németh, fyrrverandi þjálfari KR og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gagnrýnir harðlega ungverska landa sína sem beittu leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta kynþáttaníði í Búdapest gærkvöld. Hann kallar eftir harðari refsingum. Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir
HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira