Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands gagnrýnir rasíska landa sína harðlega Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:30 Németh fór víða á þjálfaraferli sínum og stýrði meðal annars enska landsliðinu frá 1994 til 2004. Stephen Pond/EMPICS via Getty Images László Németh, fyrrverandi þjálfari KR og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gagnrýnir harðlega ungverska landa sína sem beittu leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta kynþáttaníði í Búdapest gærkvöld. Hann kallar eftir harðari refsingum. Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir
HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira