Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 12:01 Maðurinn var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á konu í heimahúsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35
Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08