Sósíalistar fastir í fortíðinni Kári Gautason skrifar 2. september 2021 07:30 Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Kári Gautason Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun