Var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 15:00 Kári Árnason var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð. Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira