Stífar aukaæfingar þar sem Gummi Ben sýndi snilli sína skiluðu Höskuldi einu af mörkum sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn Fylki. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik gjörsamlega kaffærði Fylki í leik liðanna í Pepsi Max deild karla í gær. Lokatölur 7-0 þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, skoraði einkar glæsilegt mark. Það ásamt öllum sóknarleik liðsins var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15
„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30
Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti