Sjáum hvernig hann gengur frá þessum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 10:01 Kristinn Steindórsson fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Hulda Margrét Kristinn Steindórsson var allt í öllu er Breiðablik vann 2-0 útisigur á KA og tyllti sér á topp Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara eftir gott hlaup og enn betri sendingu þó ekki allir hafa verið á eitt sammála um hversu góð sendingin var er farið var yfir frammistöðu Kristins í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. „Hérna sjáum við síðara markið, Kristinn Steindórsson kemur að sjálfsögðu að því. Tekur hérna eiginlega tvo þríhyrninga og kemur honum á Árna Vilhjálmsson og þetta er svo mikið lykilatriði segi ég, markið er alltaf á sama stað. Árni veit að það er þarna og fer bara blint í skotið,“ sagði Guðmundur Benediktsson um síðara mark Breiðabliks á Greifavelli í gær. Klippa: KA 0-2 Breiðablik „Það er algjörlega málið, Árni gerir þetta frábærlega. Þessi sending frá Kristni er ekkert frábær, hún er fyrir aftan Árna,“ sagði Atli Viðar áður en Reynir Leósson greip inn í. „Er ekkert frábær!? Hún er algjörlega geggjuð. Þetta er hrikalega góð sending.“ „Sérðu hvað Árni þarf að gera þarna?“ spurði fyrrum framherjinn Atli Viðar áður en Gummi Ben ákvað að grípa inn í. „Getum líka kannski sagt að Kristinn gat ekki sent hann neitt annað. Hann hefði ekki getað sett hann fyrir framan Árna.“ „Það eru gæðin í Árna sem búa til þetta mark, miklu frekar en eitthvað annað,“ skaut Atli Viðar inn í. Hann virtist reyndar einn um þá skoðun. „Ef ég má aðeins koma inn á, Kristinn Steindórsson. Auðvitað hefur verið talað um hann og svona. Það voru flestir búnir að dæma hann úr leik. Hann er í dag orðinn lykilmaður í Íslandsmeistara kandídötum Breiðabliks og er að spila algjörlega frábærlega. Með stoðsendingu og mark í þessum leik,“ sagði Reynir um frammistöðu Kristins. „Kristinn var slakur í FH, kredit á Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks) líka hvernig hann hefur trekkt hann í gang en helst á hann sjálfan, hvernig hann hefur kveik í sér. Við sjáum bara hvernig hann gengur frá þessum leik sóknarlega, þetta var reyndar léleg sending hjá honum,“ bætti hann svo við og glotti. „Sendingin hefði mátt vera aðeins betri,“ sagði Atli Viðar og hló. „Hann er náttúrulega löðrandi af gæðum, munurinn núna og til dæmis það sem við sáum á FH tímanum hans er að það var ekkert sjálfstraust. Þannig að gæði og sjálfstraust í svona góðu liði sem spilar sóknarbolta þá er leikmaður eins og Kristinn Steindórsson að blómstra. Alveg stórkostlegur,“ sagði Atli Viðar jafnframt. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Kristinn Steindórsson Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Mörkin sem skutu Blikum á toppinn og halda Evrópubaráttu KR á lífi Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Breiðablik tyllti sér á topp deildarinnar með 2-0 útisigri á KA, KR heldur í vonina um Evrópusæti eftir 2-0 útisigur á Akranesi og þá gerðu FH og Keflavík markalaust jafntefli. 26. ágúst 2021 08:00 Óskar Hrafn: Mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks var ánægður þegar honum var tjáð að toppsætið væri Breiðabliks eftir góðan 2-0 útisigur á KA í kvöld. 25. ágúst 2021 20:46 Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Hann skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara eftir gott hlaup og enn betri sendingu þó ekki allir hafa verið á eitt sammála um hversu góð sendingin var er farið var yfir frammistöðu Kristins í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. „Hérna sjáum við síðara markið, Kristinn Steindórsson kemur að sjálfsögðu að því. Tekur hérna eiginlega tvo þríhyrninga og kemur honum á Árna Vilhjálmsson og þetta er svo mikið lykilatriði segi ég, markið er alltaf á sama stað. Árni veit að það er þarna og fer bara blint í skotið,“ sagði Guðmundur Benediktsson um síðara mark Breiðabliks á Greifavelli í gær. Klippa: KA 0-2 Breiðablik „Það er algjörlega málið, Árni gerir þetta frábærlega. Þessi sending frá Kristni er ekkert frábær, hún er fyrir aftan Árna,“ sagði Atli Viðar áður en Reynir Leósson greip inn í. „Er ekkert frábær!? Hún er algjörlega geggjuð. Þetta er hrikalega góð sending.“ „Sérðu hvað Árni þarf að gera þarna?“ spurði fyrrum framherjinn Atli Viðar áður en Gummi Ben ákvað að grípa inn í. „Getum líka kannski sagt að Kristinn gat ekki sent hann neitt annað. Hann hefði ekki getað sett hann fyrir framan Árna.“ „Það eru gæðin í Árna sem búa til þetta mark, miklu frekar en eitthvað annað,“ skaut Atli Viðar inn í. Hann virtist reyndar einn um þá skoðun. „Ef ég má aðeins koma inn á, Kristinn Steindórsson. Auðvitað hefur verið talað um hann og svona. Það voru flestir búnir að dæma hann úr leik. Hann er í dag orðinn lykilmaður í Íslandsmeistara kandídötum Breiðabliks og er að spila algjörlega frábærlega. Með stoðsendingu og mark í þessum leik,“ sagði Reynir um frammistöðu Kristins. „Kristinn var slakur í FH, kredit á Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks) líka hvernig hann hefur trekkt hann í gang en helst á hann sjálfan, hvernig hann hefur kveik í sér. Við sjáum bara hvernig hann gengur frá þessum leik sóknarlega, þetta var reyndar léleg sending hjá honum,“ bætti hann svo við og glotti. „Sendingin hefði mátt vera aðeins betri,“ sagði Atli Viðar og hló. „Hann er náttúrulega löðrandi af gæðum, munurinn núna og til dæmis það sem við sáum á FH tímanum hans er að það var ekkert sjálfstraust. Þannig að gæði og sjálfstraust í svona góðu liði sem spilar sóknarbolta þá er leikmaður eins og Kristinn Steindórsson að blómstra. Alveg stórkostlegur,“ sagði Atli Viðar jafnframt. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Kristinn Steindórsson Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Mörkin sem skutu Blikum á toppinn og halda Evrópubaráttu KR á lífi Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Breiðablik tyllti sér á topp deildarinnar með 2-0 útisigri á KA, KR heldur í vonina um Evrópusæti eftir 2-0 útisigur á Akranesi og þá gerðu FH og Keflavík markalaust jafntefli. 26. ágúst 2021 08:00 Óskar Hrafn: Mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks var ánægður þegar honum var tjáð að toppsætið væri Breiðabliks eftir góðan 2-0 útisigur á KA í kvöld. 25. ágúst 2021 20:46 Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Mörkin sem skutu Blikum á toppinn og halda Evrópubaráttu KR á lífi Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Breiðablik tyllti sér á topp deildarinnar með 2-0 útisigri á KA, KR heldur í vonina um Evrópusæti eftir 2-0 útisigur á Akranesi og þá gerðu FH og Keflavík markalaust jafntefli. 26. ágúst 2021 08:00
Óskar Hrafn: Mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks var ánægður þegar honum var tjáð að toppsætið væri Breiðabliks eftir góðan 2-0 útisigur á KA í kvöld. 25. ágúst 2021 20:46
Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39