Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:00 Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar.
Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun