Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:00 Myndin er tekin í byrjun janúar þegar æstur múgur réðist inn í bandaríska þinghúsið. Getty/Brent Stirton Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira