Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 13:55 Zabihullah Mujahid hefur verið talsmaður Talibana í tæpa tvo áratugi. MARCUS YAM/Getty Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð. Afganistan Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð.
Afganistan Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira